Saurbæjarkirkja í Eyjafirði er 150 ára um þessar mundir. Haldið var upp
á það sunnudaginn 30. nóvember s. l.
Saurbæjarkirkja er ein örfárra torfkirkna í landinu en séra Einar Thorlacius sem uppi var á árunum 1790-1870 lét reisa hana árið 1858. Hún er friðlýst og í umsjá þjóðminjavarðar.
Benjamín Baldursson á Ytri-Tjörnum sendi okkur nokkrar myndir sem hann tók við það tilefni.
Saurbæjarkirkja er ein örfárra torfkirkna í landinu en séra Einar Thorlacius sem uppi var á árunum 1790-1870 lét reisa hana árið 1858. Hún er friðlýst og í umsjá þjóðminjavarðar.
Benjamín Baldursson á Ytri-Tjörnum sendi okkur nokkrar myndir sem hann tók við það tilefni.
Þá var messað í kirkjunni og kom vígslubiskupinn á Hólum séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson og predikaði og þjónaði fyrir altari, ásamt sóknarprestinum séra Hannesi Erni Blandon
prófasti Eyjafjarðarprófastdæmis. Kirkjukór Laugalandsprestakalls söng undir stjórn Daníels Þorsteinssonar. Kristjana
Arngrímsdóttir á Tjörn í Svarfaðardal söng einsöng við undirleik Daníels. Kirkja var þéttsetin og þurftu sumir að
standa.
Tryggvi Sveinbjörnsson frá Hrísum tók að sér að aka brottfluttum Eyfirðingum,sem nú búa á Akureyri, í athöfnina. Eftir messuna bauð sóknarnefnd og kvenfélagið Hjálpin til kaffisamsætis í Sólgarði.
Þar flutti Guðrún Harðardóttir frá Þjóðminjasafni Íslands erindi um Saurbæjarkirkju og Guðmundur Rafn Sigurðsson sýndi teikningar að hugmyndum um endurgerð Saurbæjarkirkjugarðs.
Tryggvi Sveinbjörnsson frá Hrísum tók að sér að aka brottfluttum Eyfirðingum,sem nú búa á Akureyri, í athöfnina. Eftir messuna bauð sóknarnefnd og kvenfélagið Hjálpin til kaffisamsætis í Sólgarði.
Þar flutti Guðrún Harðardóttir frá Þjóðminjasafni Íslands erindi um Saurbæjarkirkju og Guðmundur Rafn Sigurðsson sýndi teikningar að hugmyndum um endurgerð Saurbæjarkirkjugarðs.