Fréttayfirlit

Hrossasmölun - gangnaseðlar

Gangnaseðlar vegna hrossasmölunar 3. og 4. október n. k. eru nú aðgegnilegir hér heimasíðunni. Seðlunum verður dreift með Auglýsingablaðinu á morgun, laugardaginn 27. september 2008.
Sjá gangnaseðla

26.09.2008

Bellarti Trio í Laugarborg


Tónleikar í Laugarborg sunnudaginn 28. sept. 2008 kl. 15.00trio_120

Aðgangseyrir kr. 2.000,-

Flytjendur:
Chihiro Inda – fiðla
Pawel Panasiuk – selló
Agnieszka Panasiuk –piano
Efnisskrá:
Anton Arensky: Píanótríó í d-moll Op. 32
Minoru Miki: Píanótríó
Ludvig van Beethoven: Erkihertogatríóið Op.97
26.09.2008

Frá Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar


Vegna viðhalds verða sundlaug og íþróttahús Eyjafjarðarsveitar lokuð föstudaginn 26. september frá kl. 8:00 – 15:00. Opið verður til kl. 22:00 að vanda.
Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Starfsfólk íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðar

22.09.2008

Meira af Víga-Glúmshátíðinni

img_9264_400
Ritstjórn heimasíðunnar fékk myndir hjá Gunni Ýri Stefánsdóttur. Þar sem um fjölda frábærra mynda var að ræða, var tekin sú ákvörðun að skipta þeim upp í fjóra flokka til að auðvelda niðurhal. Góða skemmtun
19.09.2008

Tónleikar í Laugarborg

Tónlistarhúsið Laugarborg
Tónleikar 21. September 2008 kl. 15.00

gudbjorg_foto_litil_120Guðbjörg R. Tryggvadóttir, sópran

elsebeth_foto_litil_120
Elsebeth Brodersen, píanóleikari
 


Á efnisskránni eru frönsk og ítölsk ljóð eftir Bizet, Fauré Poulanc, Debussy, Bellini, Tosti og Puccini o.fl.

19.09.2008

Fréttatilkynning


Endurvinnsluvika haldin í fyrsta sinn á Íslandi:
Vikuna 12.-19. september verður haldin endurvinnsluvika þar sem kynnt verður mikilvægi endurvinnslu fyrir íslenskt samfélag. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu fyrir unglinga þar sem kannanir benda til að fólk á aldrinum 16-20 ára standi sig einna verst í flokkun sorps. Til dæmis segjast ríflega 15% unglinga á aldrinum 16-20 ára aldrei flokka sorp en sambærileg tala fyrir alla aldurshópa yfir 16 ára aldri er 9,2%.
Heimasíða Úrvinnslusjóðs
16.09.2008

Myndir frá Víga-Glúms hátíð

_mg_7113_400
Vart hefur farið fram hjá mörgum lesendum síðunnar að s. l. laugardag, 13. september 2008 var haldin Víga-Glúms hátíð í Eyjafjarðarsveit með þrautum, leikjum, keppnum, söng og gleði. Dagurinn var vel heppnaður í alla staði eins og sjá má á þessum myndum sem Karl Frímannsson tók á hátíðinni.
Smella hér til að sjá myndir
15.09.2008

Víga-Glúmur - vel heppnaður

Síðastliðinn laugardag var Víga-Glúmur haldinn við Hrafnagilsskóla.  Þessi fyrsti vísir að sveitahátíð var frábærlega vel heppnaður, veðrið lék við sveitunga og góð þátttaka.  Mynda og nánari umfjöllunar má vænta innan skamms.
img_6530_400

img_6782_400
15.09.2008

Aðeins um haustleika Víga-Glúms

Barnaleikir :
Þrautabraut sem reynir á börnin.
Trjónubolti þar sem þátttakendur frá sérstaka trjónu til að kíkja í gegnum.
Krakkagrill í boði B.Hreiðarsson - börnin fá pylsur.
Leikir eins og hlaupið í skarðið og fleira.

Leikar fullorðinna :
Heyrúlluhleðsla þar sem Hríshóll, Garður og Hrafnagil reyna með sér.
Mjólkurreið - Kappreiðar með mjólkurglas í tímatöku.
Þrautaganga með sjúkrabörur
Brunaslöngubolti - fótbolti þar sem markmenn beggja liða mega aðeins nýta sér brunaslöngu sér til varnar.

Diskósund :
Hansi og nemendur Hrafnagilsskóla halda uppi tónlistarstuði við sundlaugarbakka.  Frítt í sund.

Hlé vegna mjalta :
Þarfnast vart nánari útskýringa.

Varðeldur:
Söngur og skemmtun þar sem Ingi á Uppsölum og Bobbi koma við sögu. 
Óvæntar uppákomur.

Allir hvattir til að mæta vel búnir með nesti og hlý föt.  Kaffi á staðnum. Komið með tjald með ykkur ef þið viljið, það munu einhverjir ákveðnir í því að eiga sinn samastað í tjaldi á svæðinu.
12.09.2008

Happadrættisnúmer


Aukaútgáfa var á auglýsingablaðinu í dag vegna Víga-Glúmshátíðarinnar n. k. laugardag. Glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir að efst á hægra horni blaðsins var fjögurra talna númer. Þetta er happadrættisnúmer og verða veglegir vinningar  dregnir út á samkomunni við varðeldinn um kvöldið.

Vinningarnir eru:
2 VINNINGAR Flugfar fyrr tvo Ak - Rvk - Ak
2 VINNINGAR 3ja rétta máltíð fyrir tvo á Friðrik V
2 VINNINGAR Árskort í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Munið að taka auglýsingarblaðið með á hátíðina.
11.09.2008