Fréttayfirlit

Aðalfundur UMF Samherja

Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja verður haldinn mánudaginn 2. mars, kl. 20:30.

Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Lagabreytingar
- Starfið framundan
- Önnur mál

Kaffi og veitingar í boði
Fjölmennum!

Stjórnin.

 

16.02.2009

Val á draumasveitarfélaginu

Eyjafjarðarsveit  er útnefnt í 3. sæti við val á  draumasveitarfélaginu árið 2008, vegna ársins 2007, í Vísbendingu, vikuriti um viðskipti og efnahagsmál.
Vísbending gefur sveitarfélögunum einkunn samkvæmt nokkrum mælikvörðum sem vikuritið gengur út frá og fær Eyjafjarðarsveit 6,7. 
16.02.2009

MYRKIR MÚSIKDAGAR 2009


Tónlistarhúsið Laugarborg

Emil Friðfinnsson, horn
Þórarinn Stefánsson, píanó

Emil og Þórarinn verða fulltrúar Myrkra Músikdaga fyrir norðan en þeir félagar áttu frábæra tónleika í Hafnarborg sl. þriðjudag.  Þeir munu endurtaka stórglæsilega dagskrá sína í Tónlistarhúsinu Laugarborg föstudaginn 13. febrúar n. k. kl. 20.00 (ekki 19.30 eins og stendur í hátíðarbæklingi).
Á dagskránni eru m.a. verk eftir Tryggva M. Baldvinsson, Jónas Tómasson og Óliver Kentish.
 
12.02.2009

Sýndu hvað í þér býr


Nú fer bráðlega fram námskeiðið: "Sýndu hvað í þér býr" sem er á vegum UMFÍ, Bændasamtakanna og Kvennfélagasambands Íslands.
Tvö námskeið verða haldin hér í Eyjafirðinum, 4. og 5. febrúar.
Markmiðið með námskeiðinu er að efla starf aðildarfélaganna og þjálfa einstaklinga til starfa. Þátttakendur í námskeiðinu fá þjálfun í ræðumennsku og fundarsköpum.
Námskeiðið er öllum opið.
26.01.2009

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2009


Þorrablót   Eyjafjarðarsveitar verður haldið í Íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 31. janúar n.k.
Bændur, búleysingjar og brottfluttir velkomnir ásamt gestum.
Miðapantanir sunnudagskvöldið 25. jan. og mánudagskvöldið 26. jan. á milli kl. 20:00 og 22:00 í símum:
thorrablotsmynd_120
463-1242 / 894-0700 Jóna og Sverrir
586-2928 / 660-3618 Sirra og Einar
463-1272 / 894-1273 Rósa og Gutti
23.01.2009

Landsmót UMFÍ á Akureyri 9-12. júlí 2009

landsmot_umfi_120 Landsmót UMFÍ, það 26. í röðinni, verður haldið á Akureyri dagana 9. til 12. júlí í sumar. Mótið verður sögulegt því í ár eru liðin eitthundrað ár frá því að fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri. Þessara tímamóta verður minnst á ýmsan hátt í tengslum við landsmótið. Landsmót UMFÍ eru fjölmennustu íþróttamót á Íslandi, ætla má að keppendur verði um 2.000 og búast má við að landsmótsgestir verði á annan tug þúsunda.
20.01.2009

Tilkynning frá sveitarstjórn

Guðmundur Jóhannsson hefur látið af störfum hjá Eyjafjarðarsveit. Sveitarstjórn þakkar Guðmundi unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Arnar Árnason oddviti og Stefán Árnason skrifstofustjóri munu sinna störfum sveitarstjóra.

Eyjafjarðarsveit 16.1.2009, Sveitarstjórn.

16.01.2009

Nýjar myndir

Skömmu fyrir jól sendi Anna S. Pétursdóttir í Brúnalaug okkur nokkrar fallegar myndir sem henni fannst rétt að fleiri fengju að njóta. Sjá myndir
12.01.2009

Nú skal fagna þrettándanum

HALLÓ !

Jæja, þá eru jólasveinarnir farnir, gamanið að verða búið hjá hrútunum og svona farið að hææægjast um, nema…..

07.01.2009

Vetraropnun Sundlaugar Eyjafjarðarsveitar

Um áramót tekur gildi nýr opnunartími Sundlaugar Eyjafjarðarsveitar.

Mánudaga – föstudaga 6:30-20:00
Laugardaga og sunnudaga 10:00-17:00
05.01.2009