Jólastemning fortíðarinnar verður endurlífguð sunnudaginn 7. desember frá 13:30 – 16 í Gamla bænum Laufási við utanverðan Eyjafjörð. Þá mun gestum og gangandi gefast kostur á því að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu.
Jólaundirbúningurinn hefst með samverustund fyrir börnin í Laufáskirkju undir stjórn sr. Gylfa Jónssonar. Í Gamla
bænum mun eldur loga á hlóðum og krauma í feitinni á meðan laufabrauðið er skorið og steikt. Hangikjötsilmur læðist um
híbýlin og lokkar án efa til sín fyrsta jólasveininn, Stekkjastaur, á leið hans til byggða. Börn á öllum aldri geta reynt sig
við að gera jólaskraut eins og tíðkaðist á þessum tíma og unnið verður að kertagerð. Skemmtilegur kvæðasöngur með
jólalegum blæ mun fylla hvern krók og krima í Gamla bænum um leið og yndislegur ilmur hins rómaða kúmenkaffis leikur um vit gesta. Hægt
verður að smakka á kræsingunum og jólamarkaðurinn verður í skálanum en þar kennir ýmissa grasa.
Kaffi/Kakó og smákökur verða til sölu í Gamla Prestshúsinu.
Það er Laufásshópurinn ásamt fjölda annarra velunnara Gamla bæjarins sem gerir það mögulegt að hægt er að upplifa jólaundirbúning gamla sveitasamfélagsins á þennan hátt.
Aðgangseyrir er kr. 500- fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börnin.
Einning er vert að benda á að Minjasafnið á Akureyri er opið um helgar í aðventunni frá 14-16. Þar ríkir jólalegur blær í sýningunni „Hvað er í matinn“. Á öðrum sýningum safnsins má sjá hvernig fólk lifði löngu fyrir þá efnahagslegu lægð sem tröllríður öllu í dag. Ekki er úr vegi að benda einnig á forvitnilega safnbúð með þjóðlegum vörum sem tilvaldar eru í jólapakkann.
Kaffi/Kakó og smákökur verða til sölu í Gamla Prestshúsinu.
Það er Laufásshópurinn ásamt fjölda annarra velunnara Gamla bæjarins sem gerir það mögulegt að hægt er að upplifa jólaundirbúning gamla sveitasamfélagsins á þennan hátt.
Aðgangseyrir er kr. 500- fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börnin.
Einning er vert að benda á að Minjasafnið á Akureyri er opið um helgar í aðventunni frá 14-16. Þar ríkir jólalegur blær í sýningunni „Hvað er í matinn“. Á öðrum sýningum safnsins má sjá hvernig fólk lifði löngu fyrir þá efnahagslegu lægð sem tröllríður öllu í dag. Ekki er úr vegi að benda einnig á forvitnilega safnbúð með þjóðlegum vörum sem tilvaldar eru í jólapakkann.