Fréttayfirlit

Öskudagur 2010


Öskudagurinn er alltaf líflegur í Eyjafirði. Hér má sjá myndir af öskudagsliðum sem litu við á skrifstofu sveitarfélagsins og glöddu starfsfólkið með söng.

picture_003_120  picture_005_120

17.02.2010

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Dýrin í Hálsaskógi

dyrin_i_halsaskogi_120
Miðapantanir er í síma 857 5598 frá kl.17:00 virka daga og 10:00 um helgar. Einnig er hægt að kaupa miða í Pennanum/Eymundsson Hafnarstræti Akureyri (á annarri hæð) og á www.freyvangur.net

Laugardagur 13. febrúar kl. 14:00.   Frumsýning – Uppselt
Sunnudagur 14. febrúar kl. 14:00.   2. sýning – Uppselt
Laugardagur 20. febrúar kl. 14:00.  3. sýning – Uppselt
Laugardagur 20. febrúar kl. 17:00.  4. sýning- Aukasýning – Uppselt
Laugardagur 27. febrúar kl. 14:00.  5. sýning – Örfá sæti laus
Sunnudagur 28. febrúar kl. 14:00.  6. sýning - Laus sæti

VELKOMIN Í FREYVANGSLEIKHÚSIÐ

12.02.2010

Sýning í Blómaskálanum Vín - Dagur leikskólans


Þann 6. febrúar s. l. var Dagur leikskólans og í tilefni hans ætlum við í Krummakoti  að halda sýningu á verkum barnanna í Blómaskálanum Vín. Sýningin mun standa yfir í 2 vikur.
Kveðja frá Leikskólanum Krummakoti.

08.02.2010

Karlakórinn Heimir í Laugarborg


Karlakórinn Heimir í Skagafirði minnist Örlygsstaðabardaga
Þrettándaverk Karlakórsins Heimis "Upp skalt á kjöl klífa" verður flutt í Tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudagskvöldið 11. febrúar kl 20.30. Sjá auglýsingu.

Hér er raunar um meira en tónleika að ræða því hér er á ferðinni samþætt dagskrá texta, tóna og hljóðmyndar sem byggir á frásögn Sturlungu af einum dramatískasta atburði 13. aldar á landinu - Örlygsstaðabardaga í Skagafirði. Flutningurinn hefur þegar vakið lukku í Miðgarði í Skagafirði, menningarhúsinu með útsýni yfir vígvöllinn forna og í stórborgunum Hvammstanga og Reykjavík.

05.02.2010

Árshátíð unglingastigs Hrafnagilsskóla


Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 12. febrúar n.k. Hún hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 23:30. Ekið er heim að balli loknu.
Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýna stytta útgáfu af Klístri (Grease) og kennarar á unglingastigi leikstýra. Auk þess að leika sjá nemendur um búninga, förðun og ýmsa tæknivinnu á sýningunni.
Verð aðgöngumiða er 600 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri og 1.100 kr. fyrir þá sem eldri eru. Veitingar á hlaðborði eru innifaldar í miðaverðinu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.


04.02.2010

Þorrablót 2010 - heimanám!


Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2010:
Þá er komið að því!
Þorrablótsgestir eru vinsamlegast beðnir um að nota tímann fram að blóti til að æfa lagið hér fyrir neðan. Minnum ykkur á að mæta tímanlega á laugardagskvöldið, húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst stundvíslega kl 20:45. Góða skemmtun!!

Í sjöunda himni (Lag: My Bonnie is over the ocean)
Í sveitinni gerist nú gaman
gleðin hún tekur öll völd.
Í sjöunda himni við saman
syngjum á blótinu í kvöld.

Syngjum, syngjum
í sveitinni tekur nú gleðin völd.
Syngjum, syngjum,
í sjöunda himni í kvöld.
Höf: S.R.S.

Kv. nefndin
29.01.2010

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2010 - miðasala

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2010 verður haldið með hefðbundnum hætti í íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla laugardagskvöldið 30. janúar n.k.
Húsið opnar kl: 20:00 en dagskráin hefst stundvíslega kl: 20:45 með áti, glaumi og gleði. Munið að hafa nóg í trogunum og þar til gerð áhöld með (diska og hnífapör), glös verða á staðnum.

Pantaðir miðar verða seldir í anddyri sundlaugar Eyjafjarðarsveitar mánudagskvöldið 25. jan. og þriðjudagskvöldið 26. jan. milli kl 20:00 og 22:00. Einnig verða seldir miðar á skrifstofu sveitarinnar milli kl 10:00 og 14:00 sömu daga.

Miðaverð er 3500 kr. ATH! Ekki er tekið við greiðslu með greiðslukortum.

 

26.01.2010

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2010

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2010 verður haldið með hefðbundnum hætti í íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla laugardagskvöldið 30. janúar n.k.

Miðapantanir voru 20. og 21. janúar en fyrir þá sem steingleymdu sér má hringja í:
461-2244 / 864-3199 – Selma og Óli
462-4474 / 866-0744 – Kristín og Gunnar
463-1281 – Árni og Gunna

Miðarnir verða seldir í anddyri sundlaugarinnar í Hrafnagilsskóla mánudagskvöldið 25. jan. og þriðjudagskvöldið 26. jan. milli kl 20:00 og 22:00. Einnig verða seldir miðar á skrifstofu sveitarinnar milli kl 10:00 og 14:00 sömu daga.
Miðaverð er 3500 kr. ATH! Tökum ekki greiðslukort.
Allir velkomnir
Með bestu kveðju  - Nefndin

21.01.2010

Kroppur deiliskipulag

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi 9 nýrra íbúðarhúsalóða á 1,62 ha. spildu úr landi Kropps. Spildan er austan Eyjafjarðarbrautar (821), gegnt Jólahúsinu. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag.
19.01.2010

Landspilda úr landi Kropps - deiliskipulag

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi 9 nýrra íbúðarhúsalóða á 1,62 ha. spildu úr landi Kropps. Spildan er austan Eyjafjarðarbrautar (821), gegnt Jólahúsinu. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag.
Skipulagið ásamt greinargerð má einnig sjá á skrifstofu sveitarfélagsins.

Deiliskipulag

Greinargerð með deiliskipulagi

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 3. mars 2010. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna fyrir auglýstan frest telst samþykkur henni.
19. janúar 2010, Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar
19.01.2010