Fréttayfirlit

Gatnagerðargjald Reykárhverfi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur breytt 8. gr.  samþykktar um gatnagerðargjald í Reykárhverfi þannig að húsbyggjendur geta nú sótt um mun hærri afslætti frá gjaldskrá en áður var. 

07.04.2010

Opnunartími sundlaugar um páska


Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar Reykárhverfi
:
Opið alla páskana frá skírdegi til annars í páskum 10:00 – 20:00.
Fjölskyldan í sund - Frítt fyrir 15 ára og yngri.

Sjá gjaldskrá og almenna opnunartíma hér

30.03.2010

Páskaopnun Smámunasafns

Smámunasafn Sverris Hermannssonar verður opið um páskana 1. - 5. apríl milli kl. 14 og 17. Rjúkandi kaffi og vöfflur, gallerý með eyfirsku handverki og antikmunum úr ýmsum áttum.
Sjá heimasíðu Smámunasafnsins
24.03.2010

Frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Síðustu innritunardagar fyrir næsta skólaár
Síðustu innritunardagar fyrir næsta skólaár hjá Tónlistarskóla Eyjafjarðar eru í dag, þriðjudag 23. mars, kl. 12.00-13.00 og 19.00-21.00 og á morgun miðvikudag 24.mars kl. 13.00-16.00.
Nemendur sem ekki verða skráðir geta ekki búist við að hægt verði að veita þeim inngöngu í skólann næsta vetur
Skólastjóri.
23.03.2010

Fréttatilkynning


Að beiðni stjórnenda Hrafnagilsskóla er eftirfarandi hér með komið á framfæri:

Ágætu sveitungar.
Eins og flestum er kunnugt greindist Sigurður Andrés Sverrisson nemandi í 7. bekk Hrafnagilsskóla með krabbamein fyrir stuttu. Næstu mánuði þarf hann, ásamt foreldrum sínum, að dvelja í Reykjavík vegna lyfjameðferðar sem fer fram á Barnaspítala Hringsins. Líkt og gefur að skilja hefur orðið svo mikil breyting á högum þeirra að þörf er á samhug og samhjálp okkar allra. Því hefur verið stofnaður reikningur í Landsbankanum sem allir geta lagt inn á. Um leið og við sendum Sigurði Andrési bestu batakveðjur fá foreldrar hans og fjölskylda jafnframt okkar hlýjustu óskir.
Hér fylgja upplýsingar um reikninginn:
Kennitala: 300797-3779
Reikningsnúmer: 162-15-383413

Skólastjóri

22.03.2010

Efnistökusvæði - Kynningarfundur

Kynningarfundur um fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 23. mars kl. 20.30. Þar verða kynntar hugmyndir um 14 ný efnistökusvæði í og við Eyjafjarðará og ný efnisnáma í Hvammi.

Nánari upplýsingar um fundinn og ítarefni má sjá hér

18.03.2010

Kynningarfundur vegna breytinga á aðalskipulagi - Efnistökusvæði í Eyjafjarðarsveit

Kynningarfundur um fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 23. mars kl. 20.30. Þar verða kynntar hugmyndir um 14 ný efnistökusvæði í og við Eyjafjarðará og ný efnisnáma í Hvammi.
18.03.2010

Fréttatilkynning

Styrkir vegna Evrópuárs 2010 sem er tileinkað
baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun.

Félags- og tryggingamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna Evrópuárs 2010 sem er tileinkað baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Til ráðstöfunar eru 35 milljónir króna. Verkefni og rannsóknir verða að jafnaði styrkt um að hámarki 80% af heildarkostnaði verkefnis. Mótframlagið getur verið í formi vinnuframlags eða fjármagns. Verkefnum og rannsóknum skal ljúka á árinu 2010.

15.03.2010

Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars 2010


Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi frá og með 26. febrúar 2010 til kjördags, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, sem er kl: 10:00-14:00. Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.

Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 24. febrúar 2010,
Emilía Baldursdóttir, Jón Jóhannesson, Níels Helgason

25.02.2010

Frá Foreldrafélagi Krummakots


Þá er það komið á hreint!! Sunnudaginn 7. mars kl. 14 verður nemendum Krummakots boðið á leiksýningu Freyvangsleikhússins um Dýrin í Hálsaskógi. Dagana 1.-3. mars munu skráningalistar hanga á töflunum við hverja deild og er óskað eftir því að þeir foreldrar sem ætla að nýta þetta boð skrái börn sín og aðra fjölskyldumeðlimi sem einnig ætla á sýninguna. Félagið hefur tekið frá miða á sýninguna og staðfestir lokatölur allra miðvikudaginn 3. mars! Höfum það gaman saman þennan fyrsta sunnudag í mars og munum eftir myndavélunum, því dýrin heilsa upp á krakkana eftir sýningu.
Kær kveðja, Foreldrafélagið

19.02.2010