Fréttayfirlit

Göngur 2012

1. göngur verða 1.-2. sept. frá Fiskilæk að Æsustaðatungum. Þaðaðn inn úr og vestan Eyjafjarðarár verða þær 8.-9. sept. Vaðlaheiði og Fiskilækjarfjall ytra verða síðan smöluð 15. sept.
29.08.2012

FUNDARBOÐ Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 421

421. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 28. ágúst 2012 og hefst kl. 16:00
24.08.2012

Bæjakeppni Hestamannafélagsins Funa

Bæjakeppni Funa verður haldin á Melgerðismelum sunnudaginn 26. ágúst. Skráning verður á staðnum milli kl. 13:00-13:30. Keppni hefst kl. 14:00. Keppt verður í flokki polla, barna, unglinga, ungmenna, karla og kvenna.
24.08.2012

Styrkir til nýsköpunar og þróunar

Vaxtarsamningur Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Styrkir verða veittir til skilgreindra verkefna sem líkleg eru til að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu. Styrkhæf verkefni eru rannsóknar- þróunar- og nýsköpunarverkefni sem markvisst stefna að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Verkefni skulu vera unnin í samstarfi að lágmarki þriggja aðila. Næsti umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst næstkomandi.
13.08.2012

Aðsóknarmet á Handverkshátíð

Aldrei hafa jafn margir sótt Handverkshátíð og nú í ár. Aðsóknarmet hafa verið slegin bæði í dag, laugardag sem og í gær og búast sýningarhaldarar við áframhaldandi metaðsókn á morgun og mánudaginn.
11.08.2012

Undirbúningur sýninganna við Hrafnagil

Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning við Hrafnagil verða settar kl. 11:30 á morgun. Undirbúningur er á fullum skriði og fylgjast má með myndum af uppsetningunni á heimasíðu Handverkshátíðarinnar
09.08.2012

Landbúnaðarsýningin við Hrafnagil - fyrstu tjöldin

Undirbúningur fyrir Handverkshátíð og Landbúnaðarsýningu við Hrafnagil eru nú í fullum gangi. Fyrstu tjöldin sem notuð verða á svæði Landbúnaðarsýningarinnar voru lestuð af bílum í morgun.
07.08.2012

Litli bændaskóli Bústólpa

Landbúnaðarsýning Búnaðarsambands Eyjafjarðar verður sett samhliða Handverkshátíðinni við Hrafnagil, n.k. föstudag kl. 11:30. Meðal þess sem í boði verður á sýningunum er Litli bændaskóli Bústólpa sem settur verður á laggirnar um helgina.
07.08.2012

Markaðsdagur í Gamla bænum Laufási

Mánudaginn 6. ágúst á frídegi verslunarmanna verður útimarkaður frá kl. 13-16.
02.08.2012

Landbúnaðarsýning við Hrafnagil 10. – 13. ágúst n.k.

Landbúnaðarsýningin við Hrafnagil verður sett með Handverkshátíð föstudaginn 10. ágúst n.k. Sýningin verður umfangsmikil og fjölbreytt eins og lesa má um hér að neðan.
30.07.2012