Á föstudaginn, 10. ágúst verða Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning settar við Hrafnagil og fer setningin fram í hátíðartjaldi sýninganna kl. 11:30. Meðal annarra viðburða á Landbúnaðarsýningunni er vert að nefna Litla bændaskólann sem Bústólpi hefur veg og vanda að.
Litli bændaskóli Bústólpa verða tvö þriggja tíma námskeið fyrir krakka og unglinga frá 10 ára aldri. Haldnir verða fyrirlestrar um ýmislegt tengt landbúnaði s.s. fóðrun og húsdýrahald og einnig fjallað um landbúnaðinn í víðara samhengi t.d. sem vinnustað og matvælavinnslu.
Fyrirlesarar við skólann verða Bjarni Guðleifsson, Guðmundur Steindórsson, Ólafur Vagnsson og Hólmgeir Karlsson sem allir eru sérfróðir um íslenskan landbúnað og hafa áralanga reynslu af fræðslu og kynningarstarfi.
Námið endar á heimsókn í fjósið að Hrafnagili þar sem fylgst verður með mjöltum í einu
stærsta og tæknivæddasta fjósi landsins. Kennt verður á föstudegi og laugardegi kl. 14 – 17 báða dagana, og geta nemendur valið hvorn
daginn þau sækja skólann.
Skráning á netfanginu litlibaendaskolinn@esveit.is
Nánari upplýsingar um skólann má sjá á heimasíðu Handverkshátíðar www.handverkshatid.is undir tenglinum "Litli bændaskóli Bústólpa".