Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 12. júní 2012, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis VÞ 5a að Syðri-Varðgjá, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að fenginni tillögu skólanefndar hefur sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ákveðið að ráða Hrund Hlöðversdóttur í starf skólastjóra Hrafnagilsskóla en átta umsóknir bárust um stöðuna.
Vegna skipulegrar notkunar á illgresiseyðinum Clinic við að eyða skógarkerfli í Eyjafjarðarsveit hafa menn lýst yfir áhyggjum af hugsanlegum mengunaráhrifum og aukaverkunum af eyðinum. Því þótti rétt að taka saman umfjöllun, byggða á innlendum og erlendum heimildum, um áhrif efnisins á vistkerfi.
Föstudaginn 8. júní kl. 20 verða haldnir tribute tónleikar, Elton John til heiðurs.
Þar verða fluttar sígildar perlur sem og nokkur minna þekkt lög.
Kaffi verður í boði en aðra drykki þarf fólk að koma með sjálft.
Sala á miðum er í Eymundsson og kostar miðinn 1500 kr.
Ester Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagilsskóla fékk á dögunum afhenta gjöf frá Fríðu Gylfadóttur listakonu í Fjallabyggð, en það var hluti Héðinsfjarðartrefilsins. Forsaga trefilsins er sú að árið 2010 stóð Fríða fyrir sameiginlegu prjónaátaki heimamanna og gesta í Fjallabyggð og var tilefnið opnun Héðinsfjarðarganga um haustið. Þá höfðu Fríða og félagar prjónað 17 km langan trefil sem tákn um sameiningu og samtöðu.