Fréttayfirlit

Flokkun til framtíðar

Bæklinginn Flokkun til framtíðar er hægt að skoða hér: Flokkun til framtíðar
21.09.2011

Afmælishátíð og opið hús!

Föstudaginn 16. september næstkomandi verður haldið upp á 40 ára afmæli Hrafnagilsskóla og 20 ára afmæli Eyjafjarðarsveitar. Miklar framkvæmdir hafa verið á skólasvæðinu á þessu ári og verður þeim ekki að fullu lokið fyrr en í árslok. Þennan dag bjóða skólinn, skrifstofan og félagasamtök sem hafa aðstöðu á svæðinu gestum og gangandi að skoða húsakynni sín og kynnast  starfseminni sem þar fer fram.  Auk þess verður stutt dagskrá  í íþróttahúsinu  kl. 12:30.

Önnur dagskrá þennan dag er með þeim hætti að frá kl. 8:15-12:30 verður opið hús í Hrafnagilsskóla leik- og grunnskóladeild og Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Kl. 12:30 hefst stutt afmælishátíð í íþróttahúsinu og frá kl. 8:15-16:00 er skrifstofa Eyjafjarðarsveitar,  mötuneytið og Félagsborg með opið hús. Í Félagsborg mun Félag aldraðra kynna starfsemi sýna. Allir íbúar og gestir Eyjafjarðarsveitar eru hvattir til að taka þátt í dagskránni og heimsækja Hrafnagilsskóla þennan dag.

Heitt verður á könnunni. 

 Allir hjartanlega velkomnir

13.09.2011

Menningar- og viðurkenningasjóður KEA auglýsir eftir styrkumsóknum

Styrkúthlutun tekur til eftirfarandi flokka:

09.09.2011

Menningarminjadagur Evrópu fimmtudaginn 8. september

Menningarminjadagur Evrópu hér á landi verður haldinn fimmtudaginn 8. september n.k. Þema dagsins að þessu sinni er menningarlandslag. Í tilefni dagsins mun  Sigurður Bergsteinsson minjavörður Norðurlands eystra halda erindið Minningar og minjar í menningarlandslagi í Gamla Húsmæðraskólanum að Þórunnarstræti 99 á Akureyri kl. 18:00.

08.09.2011

Vetraropnunartími sundlaugar

Vetraropnunartími sundlaugar frá 1. september:

Mánudaga - föstudaga kl. 06:30 - 20:00
Laugardaga - sunnudaga kl. 10:00 - 17:00

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

05.09.2011

Íbúafundur um sorpmál

Við minnum á kynningarfund um breytt fyrirkomulag á sorphirðu sem haldinn verður í Hrafnagilsskóla, fimmtudagskvöldið 25. ágúst kl. 20. Þar munu fulltrúar frá Gámaþjónustu Norðurlands segja frá innleiðingu á nýju flokkunar- og endurvinnslukerfi. Íbúar eru hvattir til að fjölmenna, fá svör við fyrirspurnum og hafa tækifæri á að koma sínum skoðunum á framfæri.
Umhverfisnefnd
24.08.2011

Gangnaseðlar 2011

Hér að neðan má sjá gangnaseðla fyrir fjárgöngur  í Eyjafjarðarsveit. Á þeim koma fram þeir aðilar sem sleppa fé á afrétt auk Fjallskilasjóðs.

24.08.2011

Melgerðismelar 2011

Opið Stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 19.-21. ágúst.

Keppt verður í :
A- flokki, B- flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki i og verður forkeppnin með
þrjá inni á vellinum í einu. Í barnaflokki verður sýnt fet og tölt/og eða brokk.
Tölt með tvo inni á velli í forkeppni.
100m skeið, 150m skeið og 250m skeið.
300m stökk og 300m brokk.

Mótið er jafnframt gæðingakeppni Hestamannafélaganna Léttis og Funa.

Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu Funa og Léttis.

Mótanefnd Funa og Stjórn Léttis

19.08.2011

UMSE með átta gull og kjörið Fyrirmyndarfélagið

Ungmennasamband Eyjafjarðar gerði góða ferð á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Keppendur UMSE voru að þessu sinni 50 talsins tóku þau þátt í dansi, fimleikum, frjálsíþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, motocrossi, knattspyrnu, körfubolta og skák.

Einn hápunktur hátíðarinnar fyrir okkar lið var þegar lið UMSE hlaut þann eftirsótta titil „Fyrirmyndarfélagið“, en innganga UMSE við setningu mótsins vakti mikla athygli, enda mikill metnaður lagður í hana. Umgjörð sambandsins var sömuleiðis sögð til fyrirmyndar á mótinu og því kom þessi titill í okkar hlut að þessu sinni.

12.08.2011

Nú er að ljúka 46. sumri í sögu sumarbúða KFUM og KFUK að Hólavatni

Árleg kaffisala sumarbúða KFUM og KFUK að Hólavatni fer fram sunnudaginn 14. ágúst kl. 14.30-17.00. Verð fyrir fullorðna er 1.500 kr. en 500 kr. fyrir börn 6-12 ára og frítt fyrir leikskólabörn. Á staðnum eru jafnframt leiktæki fyrir börnin, hoppukastali, trampólín og bátar. Þá verður nýbyggingin opin en stefnt að því að taka hana í notkun sumarið 2012. Allir eru jartanlega velkomnir.
KFUM og KFUK á Íslandi

11.08.2011