Fréttayfirlit

Aðalfundur Veiðifélagsins miðvikudaginn 11.

Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár verður haldinn í Funaborg miðvikudagskvöldið 11. janúar kl. 20, en ekki á mánudagskvöld eins og misritaðist í auglýsingablaðinu 22. des.

06.01.2012

Íbúafundur um sorpmál

Umhverfisnefnd og sveitarstjórn boða til íbúafundar um sorpmál í sveitarfélaginu mánudagskvöldið 9. janúar kl. 20 í mötuneyti Hrafnagilsskóla.
06.01.2012

Atvinna - Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða forstöðumann Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. Um er að ræða fullt starf sem veitist frá 1. mars n.k. eða eftir samkomulagi.

05.01.2012

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Frá og með mánudeginum 9. janúar breytast opnunartímar safnsins:

Mánudagar: 9:00-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudagar: 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar: 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar: 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar: 9:00-12:30

Vonandi verður þessi breyting til þess að auðvelda fólki aðgengi að safninu.
Sjáumst sem fyrst. Bókavörður
05.01.2012

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðar

Sértilboð í janúar og febrúar: Líkamsrækt fylgir frítt með sundaðgangi.

Breyttur vetraropnunartími sundlaugar:
Mánudag - föstudag kl. 06:30 - 21:00
Laugardag - sunnudag kl. 10:00 - 17:00

Fjölskyldan í sund. Frítt fyrir 15 ára og yngri.

03.01.2012

Sorphirða í janúar 2012

Endurvinnslutunnan verður losuð miðvikudaginn 4. janúar og 1. febrúar.

Lífræna- og almenna sorpið verður losað mánudaginn 9. janúar og þriðjudaginn 10. janúar. Næstu dagar eru 23. og 24. janúar.

Von er á dagatali á nýju ári.

30.12.2011

Jólatrésskemmtun!

Kvenfélagið Hjálpin og Hestamannafélagið Funi halda hina árlegu jólatrésskemmtun í Funaborg þriðjudaginn 27. desember kl.13.30-16.00.
Þar verður dansað kringum jólatréð og vonandi láta einhverjir jólasveinar sjá sig.
Eftir ballið verða kaffiveitingar.   Allir velkomnir.......                    
Kvenfélagið Hjálpin og Hestamannafélagið Funi

23.12.2011

Gjaldskrá fyrir sorphirðu í kynningu

Nú liggur fyrir tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu og förgun úrgangs í Eyjafjarðarsveit og endurspeglar hún hlutfall af kostnaði við sorphirðuna. Sú nýbreytni er í gjaldskránni að gjald er lagt á búfjáreigendur til að standa straum að förgun dýraleifa.
19.12.2011

Gjafabréf Freyvangsleikhússins

Við viljum benda sveitungum á að gjafabréf á sýninguna Himnaríki - geðklofinn gamanleikur, sem verður aðalsýning félagsins þetta leikárið, eru nú til sölu í Eymundsson á Akureyri (ekki á annarri hæð!) á sérstöku afsláttarverði kr. 2.000,-. Lofum að koma ekki með sýnishorn á Þorrablótið!
Jólakveðja frá Freyvangsleikhúsinu

19.12.2011

Umhverfisverðlaun 2011

Umhverfisnefnd veitti eigendum Breiðabliks og Jólagarðsins umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar vegna ársins 2011.

16.12.2011