Aðalfundur Veiðifélagsins miðvikudaginn 11.
Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár verður haldinn í Funaborg miðvikudagskvöldið 11. janúar kl. 20, en ekki á mánudagskvöld eins og misritaðist í auglýsingablaðinu 22. des.
Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár verður haldinn í Funaborg miðvikudagskvöldið 11. janúar kl. 20, en ekki á mánudagskvöld eins og misritaðist í auglýsingablaðinu 22. des.
Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða forstöðumann Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. Um er að ræða fullt starf sem veitist frá 1. mars n.k. eða eftir samkomulagi.
Sértilboð í janúar og febrúar: Líkamsrækt fylgir frítt með sundaðgangi.
Breyttur vetraropnunartími sundlaugar:
Mánudag - föstudag kl. 06:30 - 21:00
Laugardag - sunnudag kl. 10:00 - 17:00
Fjölskyldan í sund. Frítt fyrir 15 ára og yngri.
Endurvinnslutunnan verður losuð miðvikudaginn 4. janúar og 1. febrúar.
Lífræna- og almenna sorpið verður losað mánudaginn 9. janúar og þriðjudaginn 10. janúar. Næstu dagar eru 23. og 24.
janúar.
Von er á dagatali á nýju ári.
Kvenfélagið Hjálpin og Hestamannafélagið Funi halda hina árlegu jólatrésskemmtun í Funaborg þriðjudaginn 27.
desember kl.13.30-16.00.
Þar verður dansað kringum jólatréð og vonandi láta einhverjir jólasveinar sjá sig.
Eftir ballið verða kaffiveitingar. Allir velkomnir.......
Kvenfélagið Hjálpin og Hestamannafélagið Funi
Við viljum benda sveitungum á að gjafabréf á sýninguna Himnaríki - geðklofinn gamanleikur, sem verður aðalsýning
félagsins þetta leikárið, eru nú til sölu í Eymundsson á Akureyri (ekki á annarri hæð!) á sérstöku
afsláttarverði kr. 2.000,-. Lofum að koma ekki með sýnishorn á Þorrablótið!
Jólakveðja frá Freyvangsleikhúsinu
Umhverfisnefnd veitti eigendum Breiðabliks og Jólagarðsins umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar vegna ársins 2011.