Fréttayfirlit

Fundu flöskuskeyti

Hópur barna úr elsta árgangi Krummkots og 1. bekk Hrafnagilsskóla komu í dag á sveitarskrifstofuna til að hitta sveitarstjórann að máli. Erindið var að spyrja nokkurra spurninga um sjóræningja en börnin höfðu fundið flöskuskeyti í Eyjafjarðará sem ónefndir sjóræningjar höfðu sent.
27.01.2015

Ólöf María kjörinn íþróttamaður UMSE 2014

Í gær var kjöri íþróttamanns UMSE lýst að Rimum í Svarfaðardal. Af því tilefni voru að venju veittar viðurkenningar til þess íþróttafólks sem hafði unnið til Íslands- eða bikarmeistaratitla, unnið sigur á Landsmótum UMFÍ, sett Íslandsmet eða verið valið í landslið, afreks- eða úrvalshópa sérsambanda. Samtals voru veittar viðurkenningar til 52 einstaklinga. Ber það merki um hversu öflugt starf fer fram hjá aðildarfélögum UMSE, jafnt hjá yngri sem eldri iðkendum.
23.01.2015

FUNDARBOÐ 458. fundar sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ 458. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 26. janúar 2015 og hefst kl. 15:00
21.01.2015

Kjör íþróttamanns UMSE 2014

Kjör íþróttamanns UMSE fer fram að Rimum í Svarfaðardal næsta fimmtudag, 22. janúar kl. 18:00. Árið 2014 var gott íþróttaár á starfssvæði UMSE og munu um fimmtíu einstaklingar fá viðurkenningu að þessu sinni. Hápunkturinn að venju verður svo lýsing á kjöri íþróttamanns UMSE 2014. Tíu einstaklingar eru í kjörinu að þessu sinni.
19.01.2015

Sorphirðudagatal 2015

Sorphirðudagatal ársins 2015 má nú sjá hér á heimasíðunni undir þjónustu í valstikunni hér að ofan.
19.01.2015

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2015

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 31. janúar næstkomandi. Húsið verður opnað kl. 19:45 og blótið sett kl. 20:30. Veislustjóri kvöldsins er kerling Gullna hliðsins, María Pálsdóttir frá Reykhúsum, og verður kvöldið hlaðið gríni og glensi. Hljómsveitin Einn og sjötíu leikur fyrir dansi og heldur uppi fjörinu langt fram á nótt. Aldurstakmark er 1998.
13.01.2015

Landsskipulagsstefna og skipulagsgerð sveitarfélaga

Skipulagsstofnun kynnir auglýsta tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 á opnum fundi á Hótel Kea þann 21. janúar kl. 15-17. Á fundinum verður tillagan kynnt auk þess sem að fjallað verður sérstaklega um framfylgd landsskipulagsstefnu í skipulagsgerð sveitarfélaga svo sem við endurskoðun aðalskipulags. Jafnframt verður bein útsending frá kynningu í Reykjavík þann 29. janúar kl. 15-17 og má sjá hana á heimasíðu Skipulagsstofnunar.
12.01.2015

Hross á afrétt

Vakin er athygli á því að óheimilt er að hafa hross í afrétt eftir 10. janúar. Samkvæmt búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar er vörsluskylda á öllu búfé neðan fjallsgirðingar allt árið. Allt búfé er á ábyrgð umráðamanns sem er skylt að sjá til þess að búfé sé haldið innan afmarkaðs svæðis og gangi ekki laust utan þess, sbr. reglugerð nr. 59/2000, um vörslu búfjár.
07.01.2015

Tæming endurvinnslutunnunnar

Áætlað var að tæma endurvinnslutunnur í Eyjafjarðarsveit þann 28. og 29. desember. Vegna veður og færðar hefur verið ákveðið að fresta tæmingu á þeim þar til veður og færð batnar.
29.12.2014

Kveðjur

Eyjafjarðarsveit óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samskiptin á því sem nú er að renna sitt skeið.
29.12.2014