Þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 31. janúar næstkomandi. Húsið verður opnað kl. 19:45 og blótið sett kl. 20:30.
Veislustjóri kvöldsins er kerling Gullna hliðsins, María Pálsdóttir frá Reykhúsum, og verður kvöldið hlaðið gríni og
glensi.
Hljómsveitin Einn og sjötíu leikur fyrir dansi og heldur uppi fjörinu langt fram á nótt. Aldurstakmark er 1998.
Að vanda mæta gestir með trogin sín full af dýrindis kræsingum, bæði vel og illa lyktandi! Glös verða á staðnum en gestir hafa með
sér annan borðbúnað. Gos- og kaffisala verður í húsinu til fjáröflunar Samherja.
Miðapantanir og miðasala
Tekið verður á móti miðapöntunum sem hér segir:
Miðvikudaginn 21. janúar kl. 20-22
Fimmtudaginn 22. janúar kl. 20-22
Þorbjörg s: 868-3492 og Randver s: 899-7788
Sala aðgöngumiða fer fram í anddyri íþróttahúss Hrafnagilsskóla:
Mánudaginn 26. janúar kl. 20-22
Þriðjudaginn 27. janúar kl. 20-22.
Miðaverð kr.4.500,- Ath. posi á staðnum
Ósóttir miðar verða seldir öðrum.
Mætum öll og fögnum þorranum saman eins og okkur einum er lagið.
Fylgist með okkur á Facebook.
Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar 2015