Fréttayfirlit

Eyjafjarðarsveit hlýtur tilnefningu

Í dag á Degi leikskólans, mun valnefnd á vegum FL, FSL, samtaka Heimilis og skóla, mennta- og menningarráðuneytisins og Samband sveitarfélaga veita viðurkenninguna Orðsporið þeim sem þykja hafa skarað fram úr á einhvern hátt í aðkomu sinni að leikskólastarfi eða málefnum þeim tengdum.
06.02.2014

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2014

Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2014. Rafrænt umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu hátíðarinnar undir "Umsókn" efst í valstikunni. Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k.. Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 9. maí 2014 og verður öllum umsóknum svarað.
04.02.2014

Fundarboð 443. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 5.2.14

443. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 5. febrúar 2014 og hefst kl. 15:00
03.02.2014

Sveitarstjóri tók á móti undirskriftalista

Í morgun tók sveitarstjóri á móti undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjórn að taka til baka breytingar á skólaakstri.
03.02.2014

Seinkun á söfnun baggaplasts

Vegna óviðráðanlegra orsaka frestast söfnun baggaplasts til þriðjudagsins 4. febrúar.
03.02.2014

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2014

Verður haldið laugardaginn 1. febrúar. Húsið opnar kl. 19:45 og formaðurinn setur blótið stundvíslega kl. 20:30. Danshljómsveit Friðjóns leikur fyrir dansi. Aldurstakmark árgangur 1997.
24.01.2014

Eyvindur á netinu

Árlega gefur Menningarmálanefnd út blaðið Eyvind sem dreift er frítt inn á öll heimili í sveitinni. Nú má einnig lesa blaðið hér á heimasíðu sveitarfélagsins.
22.01.2014

Fundarboð 442. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 15.1.14

442. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 15. janúar 2014 og hefst kl. 15:00
10.01.2014

Bændafundur í boði Búnaðarfélags Eyjafjarðar á Kaffi Kú mánudaginn 13. janúar kl. 10:30

Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar boðar til fundar á Kaffi Kú mánudaginn 13. janúar kl. 10:30. Á fundinn koma Jóhannes Jónsson bóndi á Espigrund, stjórnarmaður í MS og Geir Árdal bóndi í Dæli, stjórnarmaður í Búsæld. Ætla þeir að segja frá stöðu mála í afurðasölufélögum okkar og sitja fyrir svörum. Allir sem áhuga hafa á málefnum félaganna eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum. Veitingar í boði félagsins. Stjórnin
09.01.2014

Ný stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar

Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar var haldinn miðvikudaginn 8. janúar sl. á veitingastaðnum Silvu Syðra-Laugalandi. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa var farið yfir stöðu ferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit sem er afar blómleg, mikið og fjölbreytt þjónustuframboð til staðar.
09.01.2014