Fréttayfirlit

FUNDARBOÐ 456. fundar sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ 456. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 19. nóvember 2014 og hefst kl. 15:00
17.11.2014

Afmælisboð

Þann 25. október varð kvenfélagið Hjálpin 100 ára. Miklar breytingar hafa orðið á þessum 100 árum eins og í samgöngum en þá ferðuðust konur um fótgangandi eða á hestum. Boð voru látin ganga í opnu bréfi með ákveðnu skipulagi á milli bæja og voru kirkjuferðir jafnan notaðar til að koma boðum áleiðis og ræða tiltekin mál. Í dag nýtum við tölvutæknina til að koma þeim skilaboðum áleiðis að við ætlum að vera með afmælisveislu í Funaborg þann 16. nóvember kl. 14.00 Af því tilefni langar okkur að bjóða sveitungum og velunnurum okkar og þá sérstaklega íbúum Saurbæjarhrepps hins forna og fyrrverandi félagskonum að koma og fagna þessum tímamótum með okkur. Kvenfélagið Hjálpin
13.11.2014

Auglýst er eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE

UMSE auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa innan UMSE sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Umsóknarfrestur í sjóðinn er til og með 1. desember n.k. og verður úthlutað úr sjóðunum 15. desember.
12.11.2014

Straumleysi 11. nóvember

Rafmagnslaust verður vegna strengvæðingar í Eyjafirði á morgun þriðjudaginn 11. nóvember 2014: - frá Hrafnagil að Espigrund frá kl. 10:30 til 14:00. - frá rofa við Dalsgerði norður að Espihóli frá kl. 11:30 til 14:00. - Dælustöð við Botn frá kl. 10:30 til 11:00.
10.11.2014

Straumleysi 5. nóvember

Miðvikudaginn 5. nóvember verður straumlaust á svæðinu frá Hrafnagili að Dalsgerði (mynd 1) frá kl. 10.30.-11.00 vegna vinnu við útskipti á rofum. Nokkrir bæir verða straumlausir áfram til kl. 14 vegna vinnu við endurnýjun á rafstreng en það eru: Víðigerði, Hólshús 1 og 2, Grund og Grund 2, Möðrufell, Samkomugerði og Samkomugerði 2, Torfur, stöðvarhús Djúpadalsárvirkjunar og sumarhúsið Maríugerði (myndir 2-5). RARIK
04.11.2014

Straumlaust í Eyjafirði 30. október

Rafmagnslaust verður á fimmtudaginn 30. október 2014: frá Rangárvöllum (fyrsti notandi Litli-Hvammur) að Hrafnagili (einnig þorpið) frá kl. 10:00 - 15:00 - sjá mynd frá Espihól norður að Hrafnagili frá kl. 10:00 - 10:20 og frá kl. 14:40 -15:00 - sjá mynd
28.10.2014

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði 2015

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2015. Allir hafa rétt til að sækja um styrki í sjóðinn, sveitarfélög, félagasamtök, einstaklingar og aðrir lögaðilar. Hlutverk húsafriðunarsjóðs er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja sem hafa menningarsögulegt gildi. Sjóðnum ber einnig að stuðla að byggingarsögulegum rannsóknum.
24.10.2014

Tónleikar í Laugarborg 2. nóvember

Sunnudaginn 2. nóvember kl. 15 leika Gunnar Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari þekktar tónlistarperlur á borð við Ave Mariu eftir Bach-Gounod, Svaninn eftir Saint-Saëns, Rondo og Menuett eftir Boccherini, Nótt eftir Árna Thorsteinsson og fleiri lög sem margir þekkja. Auk þess flytja þau lengri tónverk eftir Robert Schumann og Francois Couperin.
24.10.2014

FUNDARBOÐ 455. fundar sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ 455. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 22. október 2014 og hefst kl. 15:00
20.10.2014

Söfnun birkifræja

Á síðustu árum hefur almenningur safnað birkifræi fyrir Hekluskóga og lagt drjúgan skerf að því mikilvæga verkefni. Heldur minna er af birkifræi þetta haustið en undanfarin ár. Þó má víða finna allmörg tré með fræi. Eftir gott haust er fræið víða enn á birkitrjánum og því er kjörið að safna því þessa síðustu daga í október. Hægt er að skila fræjum til Ingólfs Jóhannssonar hjá Skógrækt ríkisins í Kjarnaskógi til mánaðamóta.
17.10.2014