Ólöf María íþróttamaður UMSE annað árið í röð
Fimmtudaginn 14. janúar var kjöri íþróttamanns UMSE lýst í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. Veittar voru viðurkenningar til yfir 30 íþróttamanna fyrir árangur sinn á árinu 2015.
Ólöf María Einarsdóttir, sem útnefnd var Golfkona UMSE, var kjörin íþróttamaður UMSE 2015. Þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn. Ólöf María kemur frá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík. Ólöf María varð m.a. tvöfaldur Íslandsmeistari í golfi í sínum aldursflokki og er í afrekshópi Golfsambands Íslands.
Önnur í kjörinu varð skíðakonan Andrea Björk Birkisdóttir frá Skíðafélagi Dalvíkur, skíðamaður UMSE 2015 og þriðji frjálsíþróttamaðurinn Guðmundur Smári Daníelsson frjálsíþróttamaður UMSE 2015 frá Umf. Samherjum í Eyjafjarðarsveit.
Aðrir í kjörinu voru:
- Anna Kristín Friðriksdóttir, hestaíþróttamaður UMSE 2015.
- Haukur Gylfi Gíslason, badmintonmaður UMSE 2015.
- Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, sundmaður UMSE 2015.
- Jón Elvar Hjörleifsson, borðtennismaður UMSE 2015.
- Arnór Snær Guðmundsson, tilnefndur af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í golfi 2015.
- Axel Reyr Rúnarsson, tilnefndur af stjórn UMSE fyrir góðan árangur á skíðum 2015.
- Sveinborg Katla Daníelsdóttir, tilnefnd af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í frjálsum íþróttum 2015.
Samhliða kjörinu voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum á árinu 2015. Það var íþróttafólk sem hafði orðið Íslandsmeistarar, bikarmeistarar, landsmótsmeistarar, sett Íslandsmet, verið valið í landslið eða í afreks- og úrvalshópa sérsambanda.
Eftirtaldir hlutu sérstaka viðurkenningu:
- Amalía Nanna Júlíusdóttir, Unglingalandsmótsmeistari í 50 metra bringusundi.
- Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Íslandsmeistari í sveitakeppni í golfi í flokki 15-18 ára, Unglingalandsmótsmeistari í golfi stúlkna 14-15 ára.
- Andrea Björk Birkisdóttir, Landsliðshópur SKÍ vegna HM unglinga.
- Arna Hafsteinsdóttir, Landsmótsmeistari 50 + í langstökki og kringlukasti í flokki 50-54 ára.
- Arnór Snær Guðmundsson, í afrekshópi GSÍ.
- Axel Reyr Rúnarsson, Unglingameistari Íslands í alpatvíkeppni í flokki 14-15 ára, Bikarmeistari í flokki 14-15 ára og Bikarmeistari SKÍ í liðakeppni í flokki 14-15 ára.
- Bríet Brá Bjarnadóttir, Unglingameistari Íslands í alpatvíkeppni í flokki 14 ára.
- Bjarki Fannar Stefánsson, Unglingalandsmótsmeistari í tölti T1 unglingaflokki.
- Eir Starradóttir, Íslandsmeistari í flokki 20-22 ára stúlkna í sleggjukasti.
- Elín Brá Friðriksdóttir, Unglingalandsmótsmeistari í fimleikum B-deild með blönduðu liði.
- Guðfinna Eir Þorleifsdóttir, Unglingameistari Íslands í stórsvigi og alpatvíkeppni í flokki 13 ára.
- Guðmundur Smári Daníelsson, Íslandsmeistari í tugþraut í flokki 16-17 ára, Íslandsmeistari innanhúss í 60 metra grindarhlaupi, langstökki og kúluvarpi í flokki 16-17 ára, Unglingalandsmótsmeistari í handknattleik (blandað lið). Úrvalshópur FRÍ fyrir sleggjukast, kúluvarp og spjótkast.
- Guðni Berg Einarsson, Unglingameistari Íslands í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni í flokki 12 ára.
- Haukur Gylfi Gíslason, U19 landsliðshópur í badminton.
- Helgi Halldórsson, Unglingameistari Íslands í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni í flokki 13 ára.
- Heiðar Andri Gunnarsson, Unglingalandsmótsmeistari í FIFA 2015 tölvuleik í flokki 15-18 ára.
- Heiðmar Sigmarsson, Mini-cadet (U-13) hópur BTÍ.
- Hildur Marín Gísladóttir, Mini-cadet (U-13) hópur BTÍ.
- Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, Unglingalandsmótsmeistari í 100 metra skeiði á Náttar frá Dalvík, Unglingalandsmótsmeistari í 50 metra flugsundi, 50 metra skriðsundi og 4*50 metra skriðsundi (blönduð sveit).
- Jökull Þorri Helgason, Bikarmeistari SKÍ í liðakeppni í flokki 14-15 ára.
- Kristín Brynjarsdóttir, Unglingalandsmótsmeistari borðtennis í flokki 16-18 ára stúlkna.
- Marsibil Sigurðardóttir, Landsmótsmeistari 50+ í golfi í flokki 50-64 ára.
- Ólöf María Einarsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik í 15-16 ára aldursflokki, Íslandsmeistari í sveitakeppni 16-18 ára, Unglingalandsmótsmeistari í golfi stúlkna 16-18 ára.
- Sindri Ólafsson, U 19 landslið í knattspyrnu.
- Sindri Sigurðarson, Mini-cadet (U-13) hópur BTÍ.
- Sveinborg Katla Daníelsdóttir, Íslandsmeistari í stangarstökki stúlkna 20 - 22 ára.
- Trausti Freyr Sigurðsson, Mini-cadet (U-13) hópur BTÍ.
- Úlfur Hugi Sigmundsson, Mini-cadet (U-13) hópur BTÍ.
- Viktor Hugi Júlíusson, Íslandsmeistari utanhúss í 100 metra hlaupi og langstökki í flokki 14 ára, Íslandsmeistari innanhúss í 60 metra hlaupi í flokki 14 ára, Unglingalandsmótsmeistari í spjótkasti 14 ára, Unglingalandsmótsmeistari í Parkour í flokki drengja 11-15 ára.
- Viktor Snær Guðlaugsson, Unglingalandsmótsmeistari í FIFA 2015 tölvuleik í flokki 15-18 ára.
Ungmennafélagið Samherjar hlaut viðurkenningu og sérstakan styrk frá Bústólpa, aðal styrktaraðila UMSE, fyrir barna- og unglingastarf sitt í borðtennis.
Við þetta tækifæri var undirritaður samstarfssamningur milli UMSE og Eyjafjarðarsveitar sem gildir til næstu fjögurra ára. Það voru Sigurður Eiríksson, varaformaður UMSE og Karl Frímannsson sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar sem undirrituðu samninginn.
UMSE færir öllum þeim sem komu að þessum viðburði kærar þakkir fyrir þeirra þátt og óskar íþróttafólkinu og íþróttafélögum þeirra til hamingju með árangurinn.
Myndir af viðburðinum má finna á vefsíðu UMSE og á facebook síðu UMSE