Fréttayfirlit

Fundarboð 641. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

641. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 17. Október 2024 og hefst kl. 08:00.
15.10.2024
Fréttir

LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT Í HRAFNAGILSHVERFI LEITAR EFTIR STARFSFÓLKI Í FRAMTÍÐARSTÖRF

● Leikskólakennara eða starfsmenn með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% ótímabundnar stöður á deild. Æskileg starfsbyrjun er sem fyrst eða eftir samkomulagi. ● Starfsfólk í afleysingu inn á deild ● Starfsfólk í eldhús 50%/50% eða 100% stöðu
08.10.2024
Fréttir

Styttist í umsóknarfrest í Uppbyggingarsjóð

Nú styttist í umsóknarfrest í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra en fresturinn er til hádegis 16. október n.k. Umsækjendur er hvattir til að skoða upplýsingar hér á heimasíðu SSNE: Uppbyggingarsjóður | SSNE.is Jafnframt er bent á það að allt starfsfólk SSNE veitir ráðgjöf í tengslum við umsóknarskrif og má finna lista yfir starfsfólk hér.
08.10.2024
Fréttir

Fundarboð 640. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Boðað er til 640.fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem fram fer í fundarstofu 2, fimmtudaginn 3.október 2024 klukkan 8:00.
01.10.2024
Fréttir

Vegna vinnu við dreifikerfi verður LOKAÐ fyrir KALT VATN í Hrafnagilshverfi, miðvikudaginn 2.10.2024

Vegna vinnu við dreifikerfi verður LOKAÐ fyrir KALT VATN í Hrafnagilshverfi, miðvikudaginn 2.10.2024 Áætlaður verktími er frá kl. 14:00 og fram eftir degi eða á meðan á vinnu stendur. Varast ber að nota heita vatnið á meðan á lokun stendur þar sem vatnið er óblandað og kann að vera mjög heitt. Góð ráð vegna þjónusturofa má finna á heimasíðu okkar www.no.is Kveðja Norðurorka.
01.10.2024
Fréttir

Hrossasmölun og stóðréttir 2024

Hrossasmölun verður föstudaginn 4. október og stóðréttir í framhaldi þann 5. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt. Gangnaseðlar eru aðgengilegir hér: Gangnaseðill hrossa frá Skjóldalsá að Ytrafjalli 2024 Gangaseðill hrossa frá Vaðlaheiði að Mjaðmá 2024 Gangnaseðill hrossa frá Möðruvallafjalli að Skjóldalsá 2024
27.09.2024
Fréttir

Messa í Kaupangskirkju sunnudaginn 29. september kl. 13:30-14:30

Verið velkomin í fyrstu messu haustsins í sveitinni okkar fögru. Söngfélagar í Kaupangskirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Petrínu Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir og meðhjálpari Hansína María Haraldsdóttir. Tekið verður vel á móti fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra.
24.09.2024
Fréttir

Hillir undir lok framkvæmda í Hrafnagilshverfi

Nokkuð viðamiklar framkvæmdir hafa átt sér stað undanfarnar vikur í Hrafnagilshverfi þar sem breyta þurfti lagnaleiðum, koma fyrir nýjum lögnum/strengjum, afleggja og endurnýja eftir þörfum í nokkuð flókinni framkvæmd þar sem samræma hefur þurft vinnu nokkurs fjölda veitu- og fjarskiptafyrirtækja.
24.09.2024
Fréttir

Lýðheilsustyrkur eldri borgara

Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs. Umsóknir sem berast fyrir 15. hvers mánaðar eru afgreiddar í lok mánaðarins. Styrkur fyrir árið 2024 er fjárhæð 15.000kr. Til að fá styrkinn greiddan þurfa eftirfarandi gögn að fylgja: 1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða félagsstarf eða líkamsrækt er verið að greiða. 2. Staðfesting á greiðslu. 3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.
20.09.2024
Fréttir

Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða

Börn, ungmenni og afreksíþróttafólk sem æfa hjá félagi sem á aðild að ÍSÍ eða tekur þátt í viðurkenndum íþróttamótum getur sótt um ferðastyrk vegna keppnisferða/æfingaferða sem fylgir umtalsverður kostnaður fyrir umsækjanda. Framvísa skal staðfestingu frá þjálfara, fararstjóra eða öðrum tilbærum aðila ásamt gögnum um greiðslu kostnaðar og öðrum gögnum eftir ákvörðun skrifstofu. Hámarksstyrkur er kr. 20.000,- á ári fyrir hvern iðkanda. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs.
20.09.2024
Fréttir