Messa í Kaupangskirkju sunnudaginn 29. september kl. 13:30-14:30

Fréttir

Verið velkomin í fyrstu messu haustsins í sveitinni okkar fögru. Söngfélagar í Kaupangskirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Petrínu Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir og meðhjálpari Hansína María Haraldsdóttir. Tekið verður vel á móti fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra.