Fréttayfirlit

Sveitarstjórnarkosningar í Eyjafjarðarsveit 2022 - móttaka framboðslista

Kjörstjórn Eyjafjarðarsveitar tekur við framboðslistum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólatröð 9 efri hæð föstudaginn 8. apríl 2022 milli kl. 10:00 og 12:00. Um fjölda frambjóðenda, meðmælenda og önnur formsatriði við framlagningu lista vísast til laga um kosningu sveitarstjórna, sjá kosning.is Ef enginn fullgildur framboðslisti berst verður kosning óbundin. Ef aðeins einn fullgildur framboðslisti berst er framboðsfrestur framlengdur um tvo sólarhringa. Komi ekki fram nýr framboðslisti innan þess tíma verður framkominn framboðslisti sjálfkjörinn. Kjörstjórn Eyjafjarðarsveitar, Einar G. Jóhannsson.
31.03.2022
Fréttir

Atvinna - Starf hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir eftir aðila í 50% stöðu starfsmanns á skrifstofu embættisins. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar er byggðasamlag sem annast skipulags- og byggingarmál í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit og mun nýr starfsmaður annast verkefni á skrifstofu byggðasamlagsins.
31.03.2022
Fréttir

BÚIÐ AÐ OPNA - Hólavegur verður lokaður milli Arnarfells og Hóla fram eftir degi í dag 29.03.22

Vegurinn hefur verið opnaður. Vegna viðgerðar á ræsi verður Hólavegur (826) lokaður milli Arnarfells og Hóla fram eftir degi í dag 29. mars 2022.
29.03.2022
Fréttir

Samstarfssamningur Eyjafjarðarsveitar og UMF Samherja undirritaður

Eyjafjarðarsveit og UMF Samherja skrifuðu á föstudag undir nýjan samstarfssamning um samskipti samningsaðila, notkun íþróttamannvirkja, styrkveitingar sveitarfélagsins til íþrótta- og æskulýðsstarfs á vegum UMF Samherja og önnur sameiginleg hagsmunamál.
28.03.2022
Fréttir

Sterk staða sveitarsjóðs

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021 var tekin til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 24. mars.
24.03.2022
Fréttir

LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT Í EYJAFJARÐARSVEIT VILL RÁÐA STARFSFÓLK - FRAMTÍÐARSTARF

Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa í leikskólanum Krummakoti. Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara/leiðbeinanda. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 65 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. VIÐ MAT Á UMSÓKNUM ER HORFT TIL EFTIRFARANDI: · Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. · Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. . Framúrskarandi samskiptahæfileikar. · Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. · Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464 8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2022. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal sendist til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is
24.03.2022
Fréttir

900 milljónir í styrki til orkuskipta

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 900 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár. Um er að ræða eina hæstu upphæð sem sjóðurinn hefur úthlutað um árabil. Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt. Áframhaldandi stuðningur er við uppbyggingu hleðslunets fyrir rafbíla. „Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum um það hvernig við náum metnaðarfullum markmiðum okkar í loftslagsmálum. Þar eiga orkuskiptin stóran þátt að máli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Styrkirnir geta að hámarki numið 33% af áætluðum stofnkostnaði. Styrkir til verkefna: Bætt orkunýting, t.d. búnaður sem minnkar raforkunotkun til beinnar upphitunar í rafkyntum varmaveitum og/eða dregur úr olíunotkun. Verkefni sem minnka olíunotkun í iðnaði, t.d. búnaður sem nýtir vistvæna orku í stað olíu. Líf- eða rafeldsneytisframleiðsla og orkugeymslur. Veittir verða styrkir sem ætlaðir eru fyrir uppsetningu hleðslu- eða áfyllingastöðva til þéttingar nets hleðslustöðva við vegakerfi, fyrir vistvæn ökutæki við gististaði, frístundasvæði, verslanir og fjölsótta ferðamannastaði. Aðgerðir sem nýta vistvæna orku í haftengdri starfsemi og í siglingu til og frá höfn. Umsóknarfrestur er til 7. maí. Orkusjóði hefur verið falin umsjón með auglýsingu og umsýslu styrkjanna. Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is. Nánari upplýsingar: www.orkusjodur.is Staða og áskoranir í orkumálum Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Orkustefna
22.03.2022
Fréttir

Vinnufundaröð Markaðsstofu Norðurlands

Í lok mars og byrjun apríl, verður vinnufundaröð Markaðsstofu Norðurlands um allt Norðurland. Tilgangur fundanna er að efla samstarf á milli ferðaþjónustuaðila og útbúa hugmyndir að pökkum til þess að ýta undir ferðaþjónustu á svæðinu allan ársins hring. Auk þess verður rætt um þau áhrif sem reglulegt millilandaflug getur haft og möguleikana sem því fylgir. Að lokum verður farið í grunnatriði markaðssetningar á samfélagsmiðlum og hvað hafa þarf í huga við notkun þeirra. Þessir fundir hafa í tvígang verið auglýstir áður en vegna Covid-19 heimsfaraldurs þurfti að fresta þeim í bæði skipti. Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum og tímum. Nánari staðsetningar verða auglýstar í tölvupósti til þeirra sem hafa skráð sig, í lok vikunnar. mars, kl. 10:00 – 12:00 á Akureyri 28. mars, kl. 14:00 – 16:00 í Mývatnssveit mars, kl. 10:00 – 12:00 á Húsavík 29. mars, kl. 17:00 – 19:00 á Þórshöfn apríl, kl. 10:00 – 12:00 á Sauðárkróki 4. apríl, kl. 17:00 – 19:00 á Hvammstanga apríl, kl. 15:00-17:00 á Ólafsfirði apríl, kl. 16:30 – 18:30 á Skagaströnd Smelltu hér til að skrá þig á fund. Við hlökkum svo til að sjá ykkur sem flest á Mannamótum á fimmtudag!
22.03.2022
Fréttir

Fundarboð 584. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 584. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 24. mars 2022 og hefst kl. 8:00. Dagskrá Forgangserindi 1. Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2021, fyrri umræða - 2203016 Fundargerðir til staðfestingar 2. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 259 - 2203004F 2.1 2203006 - Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2022-2023 2.2 2203007 - Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2022-2023 2.3 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla 2.4 2203008 - Framtíðarskólastarf í nýju húsnæði 2.5 2203009 - Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna 2.6 2203011 - Áhrif Covid-19 á skólastarfið 3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 363 - 2203003F 3.1 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis 4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 364 - 2203008F 4.1 2202004 - Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð 4.2 2109022 - Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021 4.3 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag 4.4 2203020 - Leifsstaðir ÍB15 - deiliskipulag lóðar L208303 4.5 2103021 - Flokkun landbúnaðarlands - samræmdar leiðbeiningar ráðuneytis 4.6 1905022 - Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar 4.7 2203010 - Húsnæðisáætlun 2022 4.8 2203015 - Eyjafjarðarbraut vestri - Skráning landeignar undir vegsvæði 2022 4.9 2203005 - Endurheimt gróðurlendis v Hólasandslínu - 2022 5. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 365 - 2203009F 5.1 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis 6. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 40 - 2203007F 6.1 2110036 - Búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar Fundargerðir til kynningar 7. SSNE - Fundargerð 36. stjórnarfundar - 2203012 8. Norðurorka - Fundargerð 271. fundar - 2203013 Almenn erindi 9. Skógræktarfélag Eyfirðinga - Viðræður um þjónustusamning - 2202010 10. Ölduhverfi - samkomulag um uppbyggingu - 2106001 11. Breyting á Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar - 2109024 12. Þakkir til starfsmanna á tímum Covid - 2203021 22.03.2022 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
22.03.2022
Fréttir

Mið- og framhaldstónleikar TE

Heil og sæl, nemendur, foreldrar og kennarar Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Kæru sveitungar. Á morgun þriðjudaginn 22. mars kl. 20.00 verða haldnir árlegir Mið- og framhaldstónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar í Laugarborg. Eins og nafnið bendir til koma fram flestir lengra komnir nemendur skólans. Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt efnisskrá höfunda allt frá Haydn, Mozart og Beethoven með viðkomu hjá Sigfúsi Halldórssyni og Adele svo einhverjir séu nefndir. Við heyrum m.a. píanóleik, strengjaleik, brass og tréblástur sem og klassískan og rythmískan söng. Allir hjartanlega velkomnir og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og óskum flytjendum góðs gengis. Toj, Toj! Góðar kveðjur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
21.03.2022
Fréttir