Fréttayfirlit

Ókeypis prufutími í söng!!

Nú er að um að gera að láta drauminn rætast ..... Tónlistarskóli Eyjafjarðar býður 16 ára og eldri upp á ókeypis prufutíma í söng núna fyrir 1. júní hjá Heimi Ingimarssyni. Áhugasamir sendi póst á te@krummi.is eða hringi í síma 898-0525 (Guðlaugur).
20.05.2022
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Sumarið er alveg á næsta leiti og því fylgir að bókasafnið fer í sumarfrí. Síðasti útlánadagur safnsins verður þriðjudaginn 31. maí. Þá er opið frá kl. 14:00-17:00. Þangað til er opið eins og venjulega: Þriðjudaga kl. 14:00-17:00. Miðvikudag kl. 14:00-17:00. Fimmtudaga kl. 14:00-18:00. Föstudaga kl. 14:00-16:00. Gleðilegt sumar.
19.05.2022
Fréttir

Sparkbílar og búdót óskast í Leikskólann Krummakot

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir sparkbílum sem og búdóti eða gömlum pottum, pönnum, sleifum, kötlum og allskonar eldhúsdóti sem hægt er að nýta í útiveru. Tökum við slíku fegins hendi núna þegar að sumrar.
19.05.2022
Fréttir

Íþróttamiðstöðin lokuð mánudag, þriðjudag og miðvikudag

Vegna viðhalds og námskeiða starfsfólks verður Íþróttamiðstöðin (sundlaug og íþróttahús) lokuð 23.-25. maí (mánudag-miðvikudags). Opnum svo aftur kl. 10:00 á uppstigningardag, fimmtudaginn 26. maí. Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar.
17.05.2022
Fréttir

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Eyjafjarðarsveit 2022

Við sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 voru 821 á kjörskrá. 587 greiddu atkvæði eða 71,5%, af þeim voru 11 auðir og 3 ógildir. Atkvæðin skiptust þannig: F-listi fékk 338 atkvæði og 4 menn kjörna K-listi fékk 235 atkvæði og 3 menn kjörna Í nýrri sveitarstjórn eiga því sæti: Hermann Ingi Gunnarsson F-lista Ásta Arnbjörg Pétursdóttir K-lista Linda Margrét Sigurðardóttir F-lista Sigurður Ingi Friðleifsson K-lista Kjartan Sigurðsson F-lista Sigríður Bjarnadóttir K-lista Berglind Kristinsdóttir F-lista  
14.05.2022
Fréttir

Sveitarstjórnarkosningar í Eyjafjarðarsveit 14. maí 2022

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla laugardaginn 14. maí. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og honum lýkur kl. 22:00. Þeim sem eiga erfitt með gang er heimilt að aka út að skóla. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Stafræn skilríki í síma þurfa að hafa verið uppfærð eftir 6. apríl 2022. Atkvæði verða talin á kjörstað eftir að kosningu lýkur. Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 894-1372. Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit, Einar Grétar Jóhannsson, Helga Hallgrímsdóttir og Þór Hauksson Reykdal.
11.05.2022
Fréttir

Endurskipulagning Handverkshátíðar

Ákveðið hefur verið að ráðast í endurskipulagningu á Handverkshátíðinni en félögin sem að hátíðinni standa finna fyrir breyttu landslagi eftir heimsfaraldur Covid.
11.05.2022
Fréttir

Brúarland, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 4. maí 2022 sl. að vísa deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði í landi Brúarlands í kynningarferli skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10.05.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Eva Líney Reykdal sellóleikari

Framhaldsprófstónleikar fimmtudaginn 12. maí 2022 kl. 20.00, í Hömrum, Hofi. Eva Líney Reykdal hóf nám í sellóleik hjá Ásdísi Arnardóttur við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Undanfarin ár hefur hún undirbúið framhaldspróf í sellóleik undir handleiðslu kennara síns Steinunnar Arnbjargar Stefánsdóttur. Framhaldsprófinu lýkur með fyrrnefndum tónleikunum þar sem Eva Líney leikur verk eftir Bach, Haydn, Beethoven og Debussy. Auk Evu Líneyjar koma fram á tónleikunum Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri, Helga Kvam píanóleikari, Styrmir Þeyr Traustason píanóleikari og Íris Orradóttir sem leikur á klarinett. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.
09.05.2022
Fréttir

Vortónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Miðvikudaginn 11. maí verða vortónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Þeir eru haldnir í Laugarborg og verða kl. 17:00, kl. 18:00 og kl. 20:00. Dagskrá tónleikanna er blönduð og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
09.05.2022
Fréttir