Eyjafjarðarsveit og UMF Samherja skrifuðu á föstudag undir nýjan samstarfssamning um samskipti samningsaðila, notkun íþróttamannvirkja, styrkveitingar sveitarfélagsins til íþrótta- og æskulýðsstarfs á vegum UMF Samherja og önnur sameiginleg hagsmunamál.
Markmið samningsins er að tryggja áframhaldandi öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf ungmennafélagsins. Með samningnum heitir félagið þess að hvetja börn og unglinga til þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi félagsins og veita þeim greiðan aðgang að félaginu og því starfi sem á hverjum tíma fer fram á þess vegum.
Samkvæmt samningnum leggur sveitarfélagið ungmennafélaginu til aðstöðu í íþróttamiðstöð, sundlaug og öðrum íþróttamannvirkjum á svæðinu til að skipuleggja starfsemi sína og fær félagi gjaldfrjálsan aðgang að ákveðnum tímafjölda til þess skipulags. Að auki fær ungmennafélagið eina milljón króna ár hvert í rekstrarstyrk.
Með nýjum samning vonast ungmennafélagið til þess að verða minna háð velgengni Handverkshátíðarinnar sem fallið hefur niður undanfarin tvö ár og haft umtalsverðar afleiðingar á fjárhag félagsins. Von sveitarfélagsins er að sama skapi að samningurinn veiti ungmennafélaginu góðan grunn fyrir starfsemi sína.
Það voru þeir Karl Jónsson, formaður UMF Samherja, og Jón Stefánsson, oddviti sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, sem skrifuðu undir samninginn.
- Stjórnsýsla
- Stjórnkerfi
- Skjöl og útgefið efni
- Fundargerðir
- Fjárhagsáætlun
- Ársreikningar
- Gjaldskrár
- Samþykktir
- Ábendingar
- Umsóknir
- • Íþrótta- og tómstundastyrkur
- • Lýðheilsustyrkur eldri borgara
- • Keppnis- og æfingaferðir
- • Heimaþjónusta
- • Skóladvöl utan sveitarfélags
- • Leikskóladvöl utan sveitarfélags
- • Starfsumsókn
- • Leyfi til hunda- og kattahalds
- • Umsókn um leiguhúsnæði
- • Félagslegt leiguhúsnæði
- • Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning
- • Umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli
- • Umsókn um leyfi til búfjárhalds í Eyjafjarðarsveit
- • Umsókn um akstursþjónustu
- • Umsókn um styrk til menningarmála
- • Umsókn um leyfi til að starfrækja dýrahótel/dýraathvarf í Eyjafjarðarsveit
- • Umsókn um styrk vegna varmadælu
- Annað útgefið efni
- Eyjafjarðarsveit
- Skipulags- og byggingarmál
- Þjónusta
- Mannlíf