Fréttayfirlit

Forstöðumaður meðferðarheimilis

Ný stofnun Barna- og fjölskyldustofa tók til starfa þann 1. janúar 2022. Stofnuninni er ætlað að vinna að farsæld barna í samræmi við bestu þekkingu og reynslu hverju sinni. Barna- og fjölskyldustofa mun sinna verkefnum sem tengjast þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Þar á meðal eru verkefni á sviði barnaverndar en við stofnun Barna- og fjölskyldustofu verður Barnaverndarstofa lögð niður. Barna- og fjölskyldustofa mun jafnframt gegna lykilhlutverki við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Barna- og fjölskyldustofa leitar nú að framsæknum leiðtoga sem hefur þekkingu á málefnum barna og hæfni til að leiða nýtt meðferðarheimili að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit fyrir unglinga.
17.03.2022
Fréttir

Umferðaröryggisáætlun – ábendingar varðandi heimreiðar

Kæru íbúar, skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar er nú á lokametrunum við gerð umferðaröryggisáætlunar í sveitarfélaginu. Kallað er eftir ábendingum frá íbúum og vegfarendum um hættulegar heimreiðar. Við ábendingarnar skal taka mið af eftirfarandi forsendum: 1. Óskráð en þekkt slys eru á heimreiðinni 2. Aðkoma að þjóðvegi er brött 3. Stefna gatnamóta við þjóðveg er ekki í um það bil 90 gráðum 4. Heimreið frá þjóðvegi og niður að húsum er brött og í beinni stefnu að húsi 5. Heimreið er brött og með hættulegri beygju Ábendingar sendist á finnur@esveit.is merkt Umferðaröryggisáætlun
17.03.2022
Fréttir

Ferðaþjónusta á Leifsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit – auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 10. febrúar 2022 að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir ferðaþjónustu á Leifsstöðum 2 í auglýsingu.
15.03.2022
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Störf óháð staðsetningu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

"Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að tveimur snillingum í liðið og við látum staðsetningu ekki stoppa okkur í stafrænum heimi þar sem báðar stöðurnar eru auglýstar óháð staðsetningu." Sjá nánar hér https://www.samband.is/frettir/ert-thu-snillingur/
15.03.2022
Fréttir

Sumarstörf 2022

Erum að ráða í nokkur sumarstörf í okkar frábæra umhverfi í Eyjafjarðarsveit. Góð laun í fjölbreyttum störfum sem veita góða reynslu.  Sumarstarf í sundlaug Eyjafjarðarsveitar - 100% vaktavinna. Sumarstarf á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar - 100% vaktavinna. Sumarstarf í vinnuskóla Eyjafjarðarsveitar - 100% dagvinna - stjórnunarstarf. Sendu okkur umsókn á erna@esveit.is
10.03.2022
Fréttir

Flóttafólk frá Úkraínu

Á fundi sveitarstjórnar nú í morgun var einhugur um að styðja við móttöku flóttafólks frá Úkraínu og fól sveitarstjórn sveitarstjóra að vinna áfram með það.
10.03.2022
Fréttir

Bókasafnið er lokað í dag 10. mars en opið á morgun milli kl. 14:00-16:00.

Bókasafnið lokað í dag 10. mars en opið á morgun milli kl. 14:00-16:00.
10.03.2022
Fréttir

Fundarboð 583. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 583 FUNDARBOÐ fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 10. mars 2022 og hefst kl. 8:00. Dagskrá Fundargerðir til staðfestingar 1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 362 - 2203002F 1.1 2202019 - Akureyrarbær - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Höefnersbryggju 1.2 2202020 - Vegagerðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi um efnisnám úr námu 1.3 2203002 - Kambur - nýskráning bújarðar 1.4 2201022 - Stóri-Hamar 1 - Umsókn um leyfi til að starfrækja dýrahótel, dýraathvarf 1.5 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II 1.6 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag 1.7 1905022 - Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar 1.8 2202018 - Kotra - framkvæmdaleyfi fráveitna 2022 Fundargerðir til kynningar 2. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 907 - 2203001 Almenn erindi 3. Leifsstaðabrúnir 8-10 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi - 2112006 4. Ölduhverfi samningur um uppbyggingu íbúðahverfis - 2203003 5. Styrkumsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða - göngu- og hjólaleiðir og áningastaðir - 2010030 6. Málefni flóttafólks frá Úkraínu - 2203004 7. Öldungaráð – 2202017 8.03.2022 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
08.03.2022
Fréttir

Öskudagur 2022

Það er alltaf líf og fjör á Öskudaginn í Eyjafjarðarsveit. Flottir flokkar af allskonar kynjaverum kíktu á skrifstofuna í morgun og sungu fyrir góðgæti að launum. Þökkum kærlega fyrir innlitið og sönginn. Hér eru nokkrar myndir. Það er opið til kl. 14:00 í dag ef einhverjir vilja koma við á heimleiðinni. Starfsfólk skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
02.03.2022
Fréttir

Sundlaugin lokar kl. 16:00 laugardaginn 26. febrúar

Á morgun, laugardaginn 26. febrúar, verður sundlaugin lokuð fyrir almenning frá kl. 16:00, þar sem laugin verður í útleigu eftir þann tíma. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Kveðja, forstöðumaður
25.02.2022
Fréttir