Forstöðumaður meðferðarheimilis
Ný stofnun Barna- og fjölskyldustofa tók til starfa þann 1. janúar 2022. Stofnuninni er ætlað að vinna að farsæld barna í samræmi við bestu þekkingu og reynslu hverju sinni. Barna- og fjölskyldustofa mun sinna verkefnum sem tengjast þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Þar á meðal eru verkefni á sviði barnaverndar en við stofnun Barna- og fjölskyldustofu verður Barnaverndarstofa lögð niður. Barna- og fjölskyldustofa mun jafnframt gegna lykilhlutverki við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Barna- og fjölskyldustofa leitar nú að framsæknum leiðtoga sem hefur þekkingu á málefnum barna og hæfni til að leiða nýtt meðferðarheimili að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit fyrir unglinga.
17.03.2022
Fréttir