Fréttayfirlit

Leiðbeiningar Moltu - Græna karfan og brúna tunnan, fyrir matarleyfar

Leiðbeiningar Moltu - Græna karfan og brúna tunnan, fyrir matarleyfar. GREEN BASKET and BROWN BIN for food waste. ZIELONY KOSZ i BRĄZOWY POJEMNIK Na odpady organiczne.
02.06.2022
Fréttir

Sveitarstjórn tekur til starfa

Ný sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur tekið til starfa og átti sinn fyrsta fund í gær, miðvikudaginn 1.júní.
02.06.2022
Fréttir

Útisýning við Dyngjuna-listhús

Sextán félagar úr Myndlistarfélaginu á Akureyri bjóða í þriðja sinn upp á útisýningu við Dyngjuna - listhús, á tímabilinu frá 4. júní til 31. ágúst sumarið 2022. Opið milli kl. 14:00-18:00. Aðgangur er ókeypis. Listamenn : Guðrún Hadda Bjarnadóttir Hjördís Frímann Björg Eiríksdóttir Karólína Baldvinsdóttir Brynhildur Kristinsdóttir Sigrún Birna Sigtryggsdóttir Rosa Kristin Juliusdottir Karl Guðmundsson Hrefna Harðardóttir Jonna Helga Sigríður Valdimarsdóttir Guðrún Pálína Guðmundsdóttir Joris Rademaker Aðalsteinn Þórsson Arna Vals Hallgrímur Ingólfsson Dyngjan - listhús er í landi Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit. Ekið er frá Akureyri eftir Eyjafjarðarbraut vestri, veg 821 og síðan beygt til hægri inn á veg 824 merktur Möðrufell og þá er aftur beygt til hægri að Dyngjunni-listhúsi.
01.06.2022
Fréttir

Sleppingar 2022

Samkvæmt 7. gr. samþykktar um búfjárhald nr. 581/2013, hefst beitartímabil sauðfjár 10. júní ár hvert og lýkur um göngur á haustin. Beitartímabil vegna nautgripa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 1. október sama ár. Beitartímabil hrossa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 10. janúar á næsta ári. Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar skulu fjár- og gripheldar fyrir 10. júní og séu það til 10. janúar ár hvert sbr. 5. gr. sömu samþykktar. Mælst er til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt. Athygli er vakin á að vegna sveitarstjórnarkosninga hefur fjallskilanefnd ekki verið formlega skipuð og skal því beina fyrirspurnum til skrifstofu sveitarfélagsins að svo stöddu. Sveitarstjóri.
31.05.2022
Fréttir

Fermingarmessur í Grundarkirkju og Munkaþverárkirkju á Hvítasunnudag

Fermd verða alls fimmtán ungmenni í tveim kirkjum í sveitinni á Hvítasunnudag 5. júní. Prestur er Jóhanna Gísaldóttir, organisti Þorvaldur Örn Davíðsson og Kór Laugalandsprestakalls syngur í báðum athöfnum. Meðhjálpari í Grundarkirkju er Hjörtur Haraldsson. Fermd verða í Grundarkirkju kl. 11:00 Eva Ævarsdóttir, Fellshlíð Friðrik Bjarnar Dýrason, Brekkutröð 8 Heiðrún Jónsdóttir, Hrafnagili Helga Dís Snæbjörnsdóttir, Meltröð 2 Hlynur Snær Elmarsson, Bakkatröð 6 Ívar Rúnarsson, Espiholti Karólína Sæunn Guðmundsdóttir, Kotru 14 Marianna Nolsöe Baldursdóttir, Sunnutröð 9 Ósk Laufey Jónbjörnsdóttir, Brekkutröð 5 Ronja Sif Björk, Hjálmsstöðum Sara Dögg Sindradóttir, Punkti Þjóðann Baltasar Guðmundsson, Rökkurhöfða Þórdís Anja Kimsdóttir, Bakkatröð 20 Fermdar verða í Munkaþverárkirkju kl. 13:30 Edda Ósk Þorbjörnsdóttir, Freyvangi Elfa Rún Karlsdóttir, Borg
30.05.2022
Fréttir

Sundlaug - Sumaropnun hefst 1. júní

Sumaropnun í sundlauginni hefst miðvikudaginn 1. júní og er eftirfarandi: Mánudaga - föstudaga kl. 6:30-22:00 Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00 Hlökkum til að sjá ykkur í sundi í sumar. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
30.05.2022
Fréttir

Fundarboð 588. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 588 FUNDARBOÐ 588. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, sem jafnframt er 1. fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar á nýju kjörtímabili, verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 1. júní 2022 og hefst kl. 20:30. Dagskrá Almenn erindi Úrslit kosninga til sveitarstjórnar 2022 - 2205020 Kjör oddvita og varaoddvita - 2205013 Ráðning ritara sveitarstjórnar - 2205014 Ráðning sveitarstjóra - 2205017 Nefndir og ráð sveitarfélagsins - 2204011 Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026 - 2205018 Hrafnagilsskóli - Beiðni um trjáreit vegna umsóknar í Yrkjusjóð - 2205008 Ákvörðun um fundartíma sveitarstjórnar - 2205016 27.05.2022 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
30.05.2022
Fréttir

Deildarstjórar - Framtíðarstarf

LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT Í HRAFNAGILSHVERFI VILL RÁÐA DEILDARSTJÓRA Í FRAMTÍÐARSTARF Um er að ræða tvær 100% stöður deildarstjóra í yngstu deildir leikskólans þar sem að jafnaði eru um 10-12 börn. Í leikskólanum er 100% stöðugildi skipulagt sem 37 klukkustundir á viku. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 65 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði.
25.05.2022
Fréttir

Kattahald

Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 9. og 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.” Í samþykktinni kemur einnig m.a. fram að eigendur eða umráðamenn katta skulu gæta þess að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði, óöryggi eða verði mönnum til óþæginda á annan hátt. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni þá er eiganda eða umráðamanni skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Sé ónæði af völdum katta má hafa samband í vaktsíma 463-0615. Sveitarstjóri.
25.05.2022
Fréttir

Járna- og timburgámar

Til að hvetja til góðrar umhirðu og umgengni um náttúru okkar hefur járna- og timburgámum verið komið fyrir hjá Vatnsenda og í Djúpadal við gatnamót Dalsvegar og Finnastaðavegar,. Hvetjum við íbúa til að nýta sér þessa þjónustu og brýnum jafnframt fyrir notendum þeirra að flokka rétt í þá. Ef við flokkum rétt þá fara gámar á Akureyri þar sem efnið fer í rétt ferli og endurvinnslu eftir því sem við á. Ef við flokkum ekki rétt og mismunandi flokkar blandast í gámum þá eru gámarnir fluttir um þrjú hundruð kílómetra leið og efnið fer í urðun með tilheyrandi umhverfisspori og miklum kostnaði. Á þetta einnig við um þegar hent er í gámana á gámasvæðinu. Gott er að hafa þetta í huga núna við endurnýjun girðinga en þar þarf að aðskilja timbur frá girðingu áður en efnið fer hvort í sinn gám. Fegrum umhverfið og flokkum rétt. Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
25.05.2022
Fréttir