Fréttayfirlit

Tímatökumót á Eyjafjarðarbraut vestri sunnudaginn 19. maí

Við vekjum athygli á að tímatökumót Hjólreiðafélags Akureyrar verður á Eyjafjarðarbraut vestri milli Akureyrar og Hrafnagils sunnudaginn 19. maí næstkomandi milli klukkan 10:00 og 12:00. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og sýna tillitssemi.
15.05.2019

Hlutastarf á Smámunasafninu sumarið 2019

Óskað er eftir starfsmanna í hlutastarf á Smámunasafnið sumarið 2019. Ráðningatími 1. júní til 1. september. Vinnuhlutfall sem samsvarar að jafnaði 3 dögum á viku og aðra hverja helgi en er þó óreglulegt.
14.05.2019

Rík áhersla á heilsu og íslenskt hráefni í útboði mötuneytis Eyjafjarðarsveitar

Nú hefur mötuneyti Eyjafjarðarsveitar verið boðið út til næstu þriggja ára og var þar lögð rík áhersla á íslenskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar.
12.05.2019

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2018

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 24. apríl var ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2018 lagður fram til fyrri umræðu. Heildartekjur A og B hluta voru 1,043 m. kr., sem er um 2,6 % hækkun frá fyrra ári og 5% yfir fjárhagsáætlun ársins. Heildargjöld án fjármagnsliða, voru 959,2 m.kr en það er um 1,1% hækkun frá fyrra ári og 5% umfram fjárhagsáætlun ársins.
09.05.2019

Óskað eftir tilboðum í rekstur mötuneytis Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í matseld fyrir mötuneyti Eyjafjarðarsveitar. • Afhending útboðsgagna 9. maí 2019 • Tilboðsfrestur 23. maí 2019 kl. 13:30 • Upphaf verktíma 1. ágúst 2019 • Samningstími 3 ár
08.05.2019

Umferðarteljari við hjóla- og göngustíg

Starfsmenn Eyjafjarðarsveitar, Skógræktarfélags Eyfirðinga og Þverárgolfs hafa útbúið lítið útskot við hjóla- og göngustíginn þar sem komið hefur verið fyrir bekk og umferðarteljara.
30.04.2019

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli óskar eftir að ráða grunnskólakennara í sérkennarastöðu í sérdeild í 70% starf og grunnskólakennara til kennslu í hönnun og smíði í 50% starf.
30.04.2019

Þríþrautakeppni um verslunarmannahelgina

Þríþrautafélag Norðurlands, í samstarfi við Íþróttamiðstöðina Hrafnagilshverfi og Ungmennfélagið Samherja, verða með þríþrautakeppni um verslunarmannahelgina ...
26.04.2019
Fréttir

Þríþrautakeppni um verslunarmannahelgina

Þríþrautafélag Norðurlands, í samstarfi við Íþróttamiðstöðina Hrafnagilshverfi og Ungmennfélagið Samherja, verða með þríþrautakeppni um verslunarmannahelgina ...
26.04.2019
Fréttir

Lumar þú á fallegum myndum úr Eyjafjarðarsveit?

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar er nú í óða önn við að undirbúa opnun nýrrar heimasíðu fyrir sveitarfélagið og íbúa þess. Við leitum nú til okkar frábæru íbúa eftir myndefni.
03.04.2019