Óskað er eftir starfsmanna í hlutastarf á Smámunasafnið sumarið 2019. Ráðningatími 1. júní til 1. september. Vinnuhlutfall sem samsvarar að jafnaði 3 dögum á viku og aðra hverja helgi en er þó óreglulegt.
Viðkomandi þarf að hafa lipurð í samskiptum, ríkulega þjónustulund, tala góða íslensku og ensku, (önnur tungumál kostur) og geta talað fyrir framan fólk.
Starfið felst í gestamóttöku, leiðsögn um safnið, veitingasölu, léttum þrifum og öðru sem til fellur.
Vinsamlega skilið inn skriflegum umsóknum á esveit@esveit.is. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknarfrestur er til 23. maí nk.
Sveitarstjóri og Safnstýra.