Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar er nú í óða önn við að undirbúa opnun nýrrar heimasíðu fyrir sveitarfélagið og íbúa þess. Við leitum nú til okkar frábæru íbúa eftir myndefni.
Ef þið lumið á fallegum myndum úr sveitarfélaginu af náttúru, mannlífi eða dýrum þá þætti okkur vænt um að fá að nota þær á heimasíðunni.
Þeir sem áhuga hafa á að senda okkur myndir geta sent okkur þær á esveit@esveit.is