Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Grunnskólakennari/sérkennari

Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 70% starfshlutfall. Um er að ræða sérkennarastöðu í sérdeild stúlkna sem dvelja á meðferðarheimilinu að Laugalandi. Menntun í sérkennslufræðum er æskileg.

Leitað er eftir kennara sem:

  • Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda.
  • Sýnir metnað fyrir hönd nemenda.
  • Vinnur í samvinnu við kennara og annað fagfólk.
  • Er fær og lipur í samskiptum.
  • Býr yfir frumkvæði og skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.

Kennari í hönnun og smíði

Óskum eftir að ráða grunnskólakennara til kennslu í hönnun og smíði. Um er að ræða hálfa stöðu. Leitað er eftir kennara sem getur unnið að fjölbreyttum verkefnum úr margs konar efniviði. Hrafnagilsskóli hefur undanfarin ár unnið með skógarverkefni sem byggir m.a. á samþættingu smíða og hönnunar við aðrar greinar.

Leitað er eftir kennara sem:

  • Sýnir metnað í starfi.
  • Vinnur í góðri samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra.
  • Er fær og lipur í samskiptum.
  • Er skapandi og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.

 

Ráðið er í störfin frá 1. ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2019. Nánari upplýsingar veita skólastjórar í síma 464-8100 og 699-4209 eða með netpósti á netföngin, hrund@krummi.is og bjork@krummi.is.