Fréttayfirlit

BETRA LÍF MEÐ BORÐTENNIS

Fólk á öllum aldri getur stundað borðtennis, frá fjögurra ára aldri til hundrað og fjögurra ef svo mætti segja. Umf. Samherjar eru nú að hefja æfingar í borðtennis fyrir 60 ára og eldri.
19.09.2019
Fréttir

Upphaf kirkjustarfs á nýju misseri

Kirkjustarf er nú að hefjast að nýju eftir sumarið og verður fyrsta messa vetrarins í Kaupangskirkju sunnudaginn 29. september kl. 13:30.
19.09.2019
Fréttir

Vetrardagskrá Umf. Samherja 2019-2020

Nú þegar ljóst er hve margir mæta á æfingar Umf. Samherja, hefur taflan tekið nokkrum breytingum og biðjum við ykkur um að kynna ykkur töfluna vel. Ef eitthvað er óljóst má hafa samband við formann eða þjálfara. Þær upplýsingar má finna á heimasíðunni okkar ásamt töflunni inn á www.samherjar.is.
19.09.2019
Fréttir

LENGDUR OPNUNARTÍMI SUNDLAUGAR LAUGARDAGINN 7. SEPTEMBER

Laugardaginn 7. september verður sundlaugin opin til kl 20:00. Viljum sérstaklega bjóða þreytt gangnafólk velkomið.
06.09.2019
Fréttir

GANGNASEÐLAR 2019

Gangnaseðlar 2019 má nálgast hér fyrir neðan og prenta út. Þeir sem óska eftir að fá gangnaseðlana senda á pappír geta haft samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 463-0600. Seðlarnir verða ekki sendir á pappír nema til þeirra sem óska eftir því.
19.08.2019
Fréttir

Atvinna í boði - Félagsmiðstöðinni Hyldýpi

Hefur þú gaman af því að vinna með unglingum? Við leitum að ábyrgum, jákvæðum, áhugasömum og hugmyndaríkum einstaklingi til að sjá um félagsmiðstöðina Hyldýpið í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða hlutastarf, ca 12 klst á mánuði ásamt stærri viðburðum.
14.08.2019
Fréttir

Skólaliði og starfsmaður í frístund

Starfsmaður óskast í hlutastarf við Hrafnagilsskóla veturinn 2019 – 2020. Um er að ræða tímabundna stöðu vegna veikinda en með möguleika á fastráðningu. Best væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
14.08.2019
Fréttir

ÚTBOÐ FYRIR SKÓLAAKSTUR HRAFNAGILSSKÓLA

Ríkiskaup annast útboð skólaaksturs fyrir Hrafnagilsskóla og hefur nú opnað fyrir upplýsingar þess efnis á rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa.
14.08.2019
Fréttir

OPNUNARHÁTÍÐ OG VERÐLAUNAAFHENDING HANDVERKSHÁTÍÐAR 2019

Opnunarhátíð og verðlaunaafhending Handverkshátíðar 2019 var haldin fimmtudagskvöldið 8.ágúst í veitingatjaldinu þar sem fólk naut frábærra veitinga og skemmtiatriða í góðum félagsskap. Valnefndin í ár var skipuð flottu fagfólki. Almari Alfreðssyni vöruhönnuði, Elínu Björgu útstillingahönnuði og eiganda Eftirtekt.is og Gunnhildi Helgadóttur myndlistamanni.
09.08.2019
Fréttir

FRÁBÆR BYRJUN Á HANDVERKSHÁTÍÐ 2019

Handverkshátíð fór af stað í morgun og gekk dagurinn afskaplega vel fyrir sig. Fjöldi manns var mættur til að kynna sér nýtt handverk og njóta samverunnar á Hrafnagili.
08.08.2019
Fréttir