Mánudaginn 22. apríl voru opnuð tilboð í byggingarrétt á lóðum í Bakkatröð skv. auglýstu útboði.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Frá Oki ehf., tilboð í lóðir númer 4, 6 og 8, samtals kr. 1.800.000-
Frá ÁK Smíði ehf.:
- tilboð í lóðir 10, 12, 14, 16 og 18, kr. 20.000- í hverja lóð. Óskað er eftir að breyta skipulagi þannig að þarna verði 2 raðhúsalóðir með 11 íbúðum.
- tilboð í lóðir 4, 6 og 8, kr. 20.000- í hverja lóð. Óskað er eftir að breyta skipulagi þannig að þarna verði 2 parhúsalóðir.
- tilboð í lóðir 5, 7 og 9, kr. 20.000- í hverja lóð. Lóðir yrðu áfram fyrir einbýlishús.
Tilboðsgjafi mun sjá um skipulagsbreytingar á eigin kostnað.