Fréttayfirlit

Höskuldsstaðir - breyting á aðalskipulagi - deiliskipulag

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 25. maí 2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi og Eyjafjarðarsveitar 2005-2025, vegna landnotkunar á Höskuldsstöðum og deiliskipulag á sama stað.

26.05.2011

Opnunartími Smámunasafnsins

Smámunasafnið er opið alla daga milli kl. 13 og 18. Fjölbreytt úrval minjagripa, alltaf eitthvað nýtt í Antikhorninu, ískaldur ís frá Holtseli, rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur.   Ath. hægt er að kaupa aðgöngumiða sem gildir í eitt ár,  kostar á við tvo aðgöngumiða.   Helgina 25. og 26. júní verður búvélasýning á vegum búvélasafnara við Eyjafjörð og Flóamarkaður á vegum kvenfélagsins Hjálparinnar.
Verið velkomin í óvenjulega heimsókn, sarfsfólk Smámunasafnsins.

25.05.2011

Ársreikningar Eyjafjarðarsveitar 2010

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem haldinn var  24. maí  2011,  var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2010 tekinn til síðari umræðu og samþykktur.

Niðurstaða ársreiknings fyrir árið 2010 sýnir sterka fjárhagsstöðu sveitarfélagsins í erfiðu árferði.

25.05.2011

Tilboð í framkvæmdir á skólalóð og bílastæði við Hrafnagilsskóla

Föstudaginn 20. maí kl. 11:00 voru opnuð tilboð í framkvæmdir á skólalóð og bílastæði við Hrafnagilsskóla.

20.05.2011

Vortónleikar í Aldísarlundi fimmtudaginn 19. maí kl. 14

Kór Hrafnagilsskóla verður með vortónleika sína
fimmtudaginn 19. maí í Aldísarlundi og hefjast þeir kl. 14:00.
Takið með ykkur sessu eða teppi til að sitja á. Endilega komið og njótið þess að hlusta á fallegar barnaraddir í bland við lóusöng og píanóundirleik.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
E.s. ef svo ólíklega vildi til að það rigndi þá verða tónleikarnir í Hjartanu í Hrafnagilsskóla.
María Gunnarsdóttir og kórinn

17.05.2011

Sorplosun flýtt um einn dag!

Sorplosun verður fimmtudaginn 19. maí í stað föstudagsins 20. maí í fyrrum Hrafnagilshreppi.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.

16.05.2011

Lóðir á tilboðsverði!

Sveitarstjórn hefur samþykkt að fella niður gatnagerðargjald tímabundið á lóðum nr. 2. 4, 6 og 8 við Bakkatröð í Reykárhverfi vegna atvinnuuppbyggingar.

Þess í stað er óskað eftir tilboðum í lóðirnar.

13.05.2011

Til hamingju Freyvangsleikhús!

Þrotlaus vinna og mikill metnaður hefur fært ykkur heim stærstu verðlaun íslenskra áhugaleikhúsa. Við erum stolt af ykkur!
Menningarmálanefnd

06.05.2011

Eyfirski safnadagurinn – Söfn fyrir börn

Hvorki fleiri né færri en 18 söfn og sýningar við Eyjafjörð opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi laugardaginn 7. maí frá kl 11-17. Tilefnið er Eyfirski safnadagurinn sem nú er haldinn í fimmta sinn. Safnadagurinn er að þessu sinni tileinkaður börnum.

04.05.2011

Eyjafjarðarsveit skiptir um viðskiptabanka

„Í framhaldi af bókun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar frá   22. mars 2011,  hefur farið fram könnun á þjónustugjöldum viðskiptabanka og sparisjóða á Akureyri og nágrenni. Auk þess hefur verið fundað með núverandi viðskiptabanka Eyjafjarðarsveitar, Arion banka.

Með hliðsjón af  þessari vinnu og niðurstöðu hennar samþykkir sveitarstjórn að ganga til samninga við BYR sparisjóð um  bankaviðskipti sveitarfélagsins og er sveitarstjóra  og skrifstofustjóra falið að ganga frá samningi þar um.

Aftur vill sveitarstjórn þakka starfsmönnum Arion banka á Akureyri fyrir gott samstarf og samskipti til margra ára en sú staða sem uppi er nú varðandi launaþróun og stefnu bankans er að mati sveitastjórnar óásættanleg og er það yfirstjórnar bankans að taka á því máli.

04.05.2011