Fréttayfirlit

Úthlutað er úr Afreksmannasjóði UMSE, 15. desember n.k.

Umsóknarfrestur i sjóðinn skulu berast skrifstofu UMSE fyrir 1. desember. Tilgangur sjóðsins er að styrkja eyfirska afreksmenn til æfinga og keppni. Stjórn sjóðsins er stjórn UMSE og sér hún um úthlutun.

24.11.2011

Viðtal við fulltrúa H-listans í sveitarstjórn

Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 og þriggja ára áætlunar 2013-2015, ætla sveitarstjórnarfulltrúar H- listans að bjóða upp á viðtöl næskomandi laugardag (26/11) frá kl. 11. Ef þú þarft að koma einhverju á framfæri við sveitarstjórn, lumar á góðri hugmynd sem snertir rekstur sveitarfélagsins okkar eða bara vilt lesa okkur pistilinn þá endilega láttu sjá þig ; ) Tekið er við pöntunum í viðtal á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar alla virka daga frá kl 8:00 í síma 463-0600. Sjáumst!
H-listinn á fjóra af sjö sitjandi fulltrúum í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar.
F.h. H-listans Arnar Árnason

21.11.2011

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2011

Dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu miðvikudaginn 16. nóvember 2011 kl. 17:00 í hátíðarsal Háskólans á Akureyri á Sólborg.

Háskólinn á Akureyri, Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og grunnskólar í Eyjafirði standa sameiginlega að dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Dagskráin fer fram í hátíðarsal Háskólans á Akureyri kl. 17:00 – 18:30, allir velkomnir, enginn aðgangseyrir. 
14.11.2011

Gámasvæði

Opnunartími gámasvæðis, norðan við Hrafnagilsskóla:

Þriðjudagar kl. 13 - 17
Föstudagar kl. 13 - 17
Laugardagar kl. 13 - 17

11.11.2011

Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng

Á fundi sveitarstjórnar 8. nóv. s.l. var eftirfarandi bókun gerð:

„Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar lýsir ánægju sinni með að útreikningar sýni að sanngjörn veggjöld geti fjármagnað Vaðlaheiðargöng. Bygging ganganna mun hleypa lífi í atvinnulífið á Norðausturlandi og styrkir byggð á svæðinu.

Sveitarstjórn skorar því á Alþingi, ríkisstjórn og þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra að sjá til þess að hægt sé að hefja framkvæmdir við göngin sem allra fyrst.”

 

09.11.2011

1.des. nálgast!

Ágætu sveitungar.
Munið að taka kvöldið 1. desember frá fyrir “Alþýðumenningarveisluna” sem haldin verður í Laugarborg og hefst veislan kl. 20:30.
Þar verður hin árlega alþýðuskemmtun með alls kyns uppákomum og kaffihúsastemmningu.
Menningarmálanefnd.

 

08.11.2011

Eyvindur 2011

Þá er undirbúningur hafinn að útgáfu Eyvindar 2011 og auglýsir ritnefndin hér með eftir efni í blaðið.  Frásagnir og sögur, ljóð og vísur, myndir og gamanmál, eða bara hvað sem er, allt kemur til greina. Hægt er að koma efni til okkar í tölvupósti eða síma.

Páll Ingvarsson pall_reyk@nett.is
Helga Gunnlaugsdóttir helgagunnl@simnet.is
Benjamín Baldursson tjarnir@simnet.is
Hannes Örn Blandon Hannes.Blandon@kirkjan.is
Margrét Aradóttir mara@simnet.is
Ingibjörg Jónsdóttir sími 4631381


 

21.10.2011

Aurskriða í Torfufellsdal

Aurskriða féll í Torfufellsdal 14. október s.l.

Gunnar Jónsson frá Villingadal sendi okkur nokkrar myndir af skriðunni.

 

20.10.2011

Freyvangsleikhúsið býður þér í leikhús

Freyvangsleikhúsið býður sveitungum í Eyjafjarðarsveit að koma og sjá sýninguna NÝVIRKI - níu ný stuttverk n.k. föstudag 14. október kl. 20:00 í Freyvangi. Þeir sem vilja þiggja þetta boð eru vinsamlega beðnir að panta miða fyrirfram á freyvangur.net eða í síma 857 5598.
Það er óþarfi að örvænta þó þú komist ekki á þessa sérstöku boðssýningu því stefnt er að því að sýna á föstudögum og laugardögum í október. Miðaverði er stillt í hóf, eða kr. 1.500,- og alltaf gott tilboð í gangi á barnum.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest, Freyvangsleikhúsið

12.10.2011

Uppskeruhátíð Mardallar

 Sunnudaginn 16. 10. 2011, kl. 13:00 - 17:00 við ”Dyngjuna-listhús” í landi Fífilbrekku, Eyjafjarðarsveit.

Boðið upp á ýmiss konar listmuni, gómsæta vöru og tekið verður til í geymslum og fagrir munir skipta um eigendur. Forn vöruskipti verða í heiðri höfð.
Uppskeruhátíðin er haldinn í samstarfi við Mardöll – félag um menningararf kvenna.
Nánari upplýsingar og leiðarlýsing hjá Höddu í síma 899-8770 og hadda@simnet.is
Sjá nánar á www.mardoll.blog.is
Við erum undir berum himni, svo klæðið ykkur samkvæmt því.

12.10.2011