Fréttayfirlit

Kjörfundur vegna Þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00.

Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla.

Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 29. mars 2011,
Emilía Baldursdóttir, Ólafur Vagnsson, Níels Helgason

05.04.2011

Messa í Möðruvallakirkju 3. apríl

Næstkomandi sunnudag 3. apríl verður messa í Möðruvallakirkju kl. 13.30. Kór Ólafsfjarðarkirkju kemur í heimsókn og syngur við messuna ásamt Kór Laugalandsprestakalls. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfirði og sr. Guðmundur Guðmundsson verða með samtalsprédikun um boðunardag Maríu. Sóknarnefndirnar í prestakallinu bjóða í kirkjukaffi eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.

31.03.2011

Veitingarekstur í Laufási

Minjasafnið á Akureyri óskar eftir áhugasömum aðilum til að reka veitingasölu og veitingasal í Laufási í Grýtubakkahreppi – 30 km frá Akureyri.

Í Laufási er rekin umfangsmikil ferðaþjónusta í kringum Gamla bæinn Laufás. Góð tengsl eru við ferðaþjónustuaðila og  gestafjöldi stöðugur.  Möguleikar á frekari útleigu á 80 manna veitingasal.

Gamli bærinn í Laufási er opinn frá 9-18 alla daga frá 29. maí til 12. september.
Allar nánari upplýsingar gefur safnstjóri Haraldur Þór Egilsson í síma 462-4162 alla virka daga. haraldur@minjasafnid.is

Tilboð berist fyrir 31. mars. n.k.

MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI –AÐALSTRÆTI 58 –S: 462-4162 –WWW.MINJASAFNID.IS

24.03.2011

Sveitarstjórn bókar um launaþróun í bankakerfinu

„Eyjafjarðarsveit hefur allt frá upphafi  haft  bankaviðskipti sín við Arionbanka.  Sveitarfélagið hefur allan þann tíma átt mjög  góð og ánægjuleg samskipti við starfsfólk bankans á Akureyri.
23.03.2011

Höskuldsstaðir - skipulagslýsing deiliskipulags

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar 22. mars s.l., er hér með auglýst skipulagslýsing á deiliskipulagi íbúðarreits ÍS15 að Höskuldsstöðum skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
23.03.2011

Aðalskipulagsbreyting að Syðri-Varðgjá - kynning

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar að Syðri-Varðgjá er til kynningar á vinnslustigi.
16.03.2011

Messa í Kaupangskirkju sunnudaginn 13. mars

Messa verður í Kaupangskirkju næstkomandi sunnudag 13. mars kl. 13.30. Þetta er fyrsti sunnudagur í föstu, verður það íhugunarefni dagsins. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur.
Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur í Eyjafjarðarprófastsdæmi

11.03.2011

Aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar ráðinn

Hrund Hlöðversdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar við Hrafnagilsskóla. Alls sóttu sex um stöðuna, þar af þrír með meistarapróf og mikla reynslu af skólastarfi.

08.03.2011

Höskuldsstaðir – tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 1. mars.2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 vegna landnotkunar að Höskuldsstöðum skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

07.03.2011

Aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar ráðinn

Hrund Hlöðversdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar við Hrafnagilsskóla. Alls sóttu sex um stöðuna, þar af þrír með meistarapróf og mikla reynslu af skólastarfi.

07.03.2011