Ágætu sveitungar.
Sýning Freyvangsleikhússins rokksöngleikurinn Vínland var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning 2009 af dómnefnd Þjóðleikhússins. Af því
tilefni verða 2 aukasýningar í Freyvangi 4. og 5. júní n. k. kl. 20:00 báða dagana.
Nemendum 7. til 10. bekkjar Hrafnagilskóla er boðið að koma og sjá sýninguna fimmtudaginn 4. júní. ATH. allra síðustu sýningar "hérlendis".
Nemendum 7. til 10. bekkjar Hrafnagilskóla er boðið að koma og sjá sýninguna fimmtudaginn 4. júní. ATH. allra síðustu sýningar "hérlendis".
Á þessum sýningum, sem og í Þjóðleikhúsinu, munu Helgi og hljóðfæraleikararnir leika undir
ásamt Ingólfi Jóhannssyni.
Miðasala í Freyvangi við innganginn kr. 1.500.-frítt fyrir 12 ára og yngri.
Athugið að ekki eru hallandi áhorfendapallar í húsinu á sýningunum í Freyvangi, en þeim mun meiri halli er á áhorfendapöllum
Þjóðleikhússins þann 12. júní á hátíðarsýningu leikhússins á VÍNLANDINU.
Miðasala í Þjóðleikhúsinu á http://leikhúsid.is
Umfjöllun Þjóðleikhússins sem og umsögn dómnefndar má sjá
hér .
Þökkum frábæran stuðning og góð orð í okkar garð, stjórn Freyvangsleikhússins