Sveitarfélagið hefur nú sett vegtálma á Laugartröð sem loka götunni fyrir gegnumakstri vestan við Laugarborg. Síðastliðna daga hafa krakkarnir í vinnuskólanum málað tálmana með gulri málningu svo þeir verði áberandi fyrir vegfarendur.
Fyrir hádegi í dag, föstudag, var lokuninni síðan komið fyrir og mun hún vera til reynslu í nokkurn tíma og gefst þá íbúum færi á að koma til skila ábendingum um hana ef einhverjar eru. Tilgangur þessa er að stuðla að auknu umferðaröryggi í Hrafnagilshverfi.