Ríkiskaup annast útboð skólaaksturs fyrir Hrafnagilsskóla og hefur nú opnað fyrir upplýsingar þess efnis á rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa.
Útboðið miðast við 5 bifreiðar og akstur samtals um 550 – 600 km á dag. Óskað er eftir tilboði í allar leiðirnar og ekki er heimilt að bjóða aðeins í hluta verksins.
Samningstími eru 3 ár með möguleika á framlengingu um eitt ár í senn að hámarki tvisvar sinnum. Reiknað er með að hann taki gildi 1.nóvember 2019.
Innifalið í tilboði skal vera allt sem til þarf til að vinna verkið, eins og nánar er kveðið á um í útboðsgögnum þessum.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Ríkiskaupa og í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, Tendsign
Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið er að finna á heimasíðu Ríkiskaupa.