Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2021 og 2022-2024 samþykkt í sveitarstjórn

Fréttir
Eyjafjarðarsveit (Ljósmynd GSG 2020)
Eyjafjarðarsveit (Ljósmynd GSG 2020)

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021 og árin 2022 - 2024 var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða í sveitarstjórn 26. nóvember 2020.

Þrátt fyrir áföll ársins tengdum heimsfaraldri endurspeglar áætlunin þá sterku stöðu sem sveitarfélagið er í. Sveitarfélagið nýtur þess að skuldir eru lágar og verður fjárhagsstaða Eyjafjarðarsveitar sterk áfram og skuldahlutfallið lágt þrátt fyrir að miklar framkvæmdir séu fyrirhugaðar á áætlunartímabilinu.

Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021 í þús. kr.
Tekjur kr. 1.182.623.
Gjöld án fjármagnsliða kr. 1.093.111.
Fjármunatekjur og gjöld kr. (5.108).
Rekstrarniðurstaða kr. 43.550.
Veltufé frá rekstri kr. 87.001.
Fjárfestingahreyfingar kr. 62.820.
Afborganir lána kr. 11.652.
Hækkun á handbæru fé kr. 12.529.
Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu 2020.

Stærstu einstöku framkvæmdir ársins 2021 eru:
Hönnun og undirbúningur nýbyggingar leik- og grunnskóla.
Endurbætur á gólfi íþróttahúss.
Uppbygging gatna og malbikun.
Flutningur og uppbygging gámasvæðis.

Fjárhagsáætlun 2022- 2024
Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum en áfram verður haldið áfram að leita leiða til hagræðingar í rekstri.
Gert ráð fyrir fjárfestingum á tímabilinu fyrir kr. 1.014.220 millj. Á áætlunartímabilinu er gert ráð fyrir að tekið verði ný lán kr. 530 millj. og að seldar verði eignir fyrir 140 millj.
Þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir þá er áætlað að skuldaviðmið Eyjafjarðarsveitar skv. reglugerð 502/2012 verði ekki nema 32,9% í lok ársins 2024 en heimilt er að hafa það 150%.

Mögulegt er að breytingar verði á tímasetningu framkvæmda við skólabyggingu eftir þvi sem hönnun leiðir áfram.