Bellarti Trio í Laugarborg


Tónleikar í Laugarborg sunnudaginn 28. sept. 2008 kl. 15.00trio_120

Aðgangseyrir kr. 2.000,-

Flytjendur:
Chihiro Inda – fiðla
Pawel Panasiuk – selló
Agnieszka Panasiuk –piano
Efnisskrá:
Anton Arensky: Píanótríó í d-moll Op. 32
Minoru Miki: Píanótríó
Ludvig van Beethoven: Erkihertogatríóið Op.97

Bellarti Tríóið
var stofnað í London árið 2004 af núverandi meðlimum þess sem þá stunduðu nám við Konunglegu Akademíuna og Trinity tónlistarskólann. Frá stofnun hefur tríóið komið víða fram og stöðugt bætast ný verk í fjölbreytta efnisskrá þess.
Framundan eru tónleikar í Tokyo og upptaka á tveimur geisladiskum með verkum japanskra og enska tónskálda fyrir útgáfufyrirtækið Mittenwald.

Chihiro Inda fiðluleikari fæddist í Tókíó 1982. Meðan hún var við tónlistarnám í heimaborg sinni hlaut hún ýmis verðlaun fyrir leik sinn; þriðju verðlaun í Novosibirsk International Competition fyrir unga fiðluleikara (1998), einnig þriðju verðlaun í Wolfgang Marchner International Competition (2002) og fyrstu verðlaun í Toshiya Eto fiðluleikarakeppninni (2004). Hún hefur stundað nám hjá Kazuki Sawa, Asako Yoshikawa, Wolfgang Marschner og tekið þátt í ýmsum námskeiðum, t.d. hjá Oleh Krysa, Hermann Krebbers, Thomas Brandis og Federico Agostini. Af einleik hennar má telja Brahms fiðlukonsertinn með Japönsku fílharmoníuhljómsveitinni í fyrra. Chihiro stundar nú nám hjá Gyorgy Pauk við The Royal Academy of Music í London og hefur hlotið ýmsa styrki til þess.

Pawel Panasiuk er fæddur í Póllandi. Eftir að hafa lokið meistaraprófi í sellóleik frá Chopin Akademíunni í Varsjá fór hann til framhaldsnáms að Trinity College of Music í London og lauk þaðan Postgraduate Diploma. Hann hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum m.a. hjá Tobias Kühne, Wanda Glowacka, Michael Strauss og Victoria Yagling. Pawel hefur haldið einleikstónleika fyrir selló og leikið með fjölda hljómsveita og kammersveita, meðal annars í Póllandi, Bretlandi og á Íslandi.

Agnieszka Malgorzata Panasiuk, fæddist í Póllandi og stundaði nám við tónlistarakademíuna í Gdansk og lauk þaðan meistaraprófi í píanóleik. Í Póllandi starfaði hún með ýmsum kammerhópum en kom einnig fram sem einleikari og lék m.a. píanókonsert Griegs með Olsztyn Philharmonia. Þá stundaði Agnieszka nám við The Royal Academy of Music í London og fékk þar Krein Scholarship til að nema hjá Michael Dussek og Iain Ledingham. Í Englandi lék hún með mörgum einleikurum og kammerhópum bæði á vegum skólans og ýmissa tónleikasala, m.a. lék hún á hádegistónleikum St.Martin in the Fields, St.John´s Smith Square og Senat House Bloomsbury.  Hún hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum, m.a. hjá Jean-Paul Sevilla, Kevin Kenner, Joseph Seiger og Alexander Pablovic.