Tónleikar í Laugarborg

Tónlistarhúsið Laugarborg
Tónleikar 21. September 2008 kl. 15.00

gudbjorg_foto_litil_120Guðbjörg R. Tryggvadóttir, sópran

elsebeth_foto_litil_120
Elsebeth Brodersen, píanóleikari
 


Á efnisskránni eru frönsk og ítölsk ljóð eftir Bizet, Fauré Poulanc, Debussy, Bellini, Tosti og Puccini o.fl.


Guðbjörg R. Tryggvadóttir
lauk burtfararprófi auk söngkennaraprófs frá Söngskólanum í Reykjavík og vöru aðalkennarar hennar þau Magnús Jónsson tenór og Þuríður Pálsdóttir sópran auk undirleikarana Hólmfríðar Sigurðardóttur og Iwona Jagla.  Framhaldsnám stundaði Guðbjörg í Kaupmannahöfn hjá Prófessor André Orlowitz.  Auk þess hefur hún sótt ýmis söngnámskeið m.a. hjá Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Kristjáni Jóhannssyni, Ulrich Eisenlohr, Alicia Maestcur o.fl.
Guðbjörg starfaði með Kór Íslensku Óperunnar frá 1994 til 2002 og tók þátt í flestum uppfærslum Íslensku Óperunnar á því tímabili. Guðbjörg hefur víða komið fram sem einsöngvari, bæði hérlendis og erlendis en auk þess hefur hún haldið nokkra einsöngstónleika.
Guðbjörg hefur kennt einsöng,  raddþjálfað og stjórnað kórum um árabil og er nú stjórnandi Sönghópsins Veirurnar.

Elsebeth Brodersen er danskur píanóleikari. Hún stundaði nám við Konunglega Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn hjá Egil Harder og Georg Vasarhelyi.
Framhaldsnám stundaði Elsebeth í Vínarborg hjá Bruno Seidhofer og í Basel hjá Paul Baumgartner og Karl Engel.
Elsebeth Brodersen á að baki glæsilegan feril sem einleikari. Hún er einnig þekkt fyrir flutning kammertónlistar og sem undirleikari fyrir alþjóðlega söngvara.
Elsebeth hefur haldið tónleika víða í Evrópu, Bandaríkjunum, Astralíu og Taiwan.
Fjölmargar sjónvarps og útvarpsupptökur hafa verið gerðar með Elsebeth.
Elsebeth hefur um árabil kennt við Konunglega Tónlistarskólann og Tónlistardeild Háskólans í Kaupmannahöfn.
Hún er stofnadi og formaður Hins Danska Chopinfélags og er núverandi formaður Félags Evrópskra Píanókennara (European Piano Teachers Association) í Danmörku.