Kynningarfundur til að kynna fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Hrafnagilsskóla
þriðjudaginn 23. mars kl. 20.30. Þar verða kynntar hugmyndir um 14 ný efnistökusvæði í og við Eyjafjarðará og ný
efnisnáma í Hvammi. Einnig er fjallað um þá efnistökustaði sem eru nú þegar á aðalskipulagi.
Markmið skipulagsins er að sætta ólíka hagsmuni og bæta með skipulegum hætti umgengni í efnisnámum, við Eyjafjarðará og
lífríki hennar.
Þeim sem vilja gera athugasemdir á kynningartímanum er gefinn kostur á að senda athugasemdir á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi 26. mars
n.k.
Eftir kynningu verður tekin ákvörðun um tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem verður auglýst með athugasemdafresti.
Fyrirhugaðar breytingar eru kynntar á heimasíðu og skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Aðalskipulagsuppdráttur
Skýrsla Veiðimálastofnunar. Mat á Eyjafjarðará og hliðarám með tilliti til uppeldis bleikjuseiða.
Veiðimálastofnun. Möguleg efnistökusvæði á aðalskipulagi innan vatnasvæðis Eyjafhjarðarár.