Rekstur Eyjafjarðarsveitar gekk vel á árinu 2013 og var rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði um 41,5 milljónir sem er um 5,3 % af tekjum. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var afgangur af rekstri sveitarfélagsins um 31,5 milljónir eða 4,1 % af tekjum.
Kennitölur úr rekstri sveitarfélagsins bera vott um mjög trausta stöðu. Veltufé frá rekstri er 64,2 milljónir sem eru um 8,3% af rekstrartekjum. Eigið fé nemur 636.4 milljónum og er eiginfjárhlutfall 66,4%. Skuldaviðmið er 41,4 % sem er langt innan þess 150 % hámarks sem kveðið er á um í lögum.