Þann 25. október varð kvenfélagið Hjálpin 100 ára. Miklar breytingar hafa orðið á þessum 100 árum eins og í samgöngum en þá ferðuðust konur um fótgangandi eða á hestum. Boð voru látin ganga í opnu bréfi með ákveðnu skipulagi á milli bæja og voru kirkjuferðir jafnan notaðar til að koma boðum áleiðis og ræða tiltekin mál. Í dag nýtum við tölvutæknina til að koma þeim skilaboðum áleiðis að við ætlum að vera með afmælisveislu í Funaborg þann 16. nóvember kl. 14.00
Af því tilefni langar okkur að bjóða sveitungum og velunnurum okkar og þá sérstaklega íbúum Saurbæjarhrepps hins forna og fyrrverandi félagskonum að koma og fagna þessum tímamótum með okkur.
Kvenfélagið Hjálpin