Fréttayfirlit

Framlengdur umsóknarfrestur: Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Um er að ræða tvær 100% stöður leikskólakennara/leiðbeinanda Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starf í leikskólann Krummakot. Frekari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang hugruns@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2017. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
03.03.2017

Opið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2017

Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2017. Handverkshátíðin fer fram dagana 10.-13. ágúst.
21.02.2017

Leikskólinn Krummakot óskar eftir leikskólakennurum til starfa

Um er að ræða 100% stöðu vegna leyfis og aðra 100% stöðu vegna fæðingarorlofs. Leikskólinn er staðsettur í Hrafnagilshverfinu, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar, í umhverfi sem hefur upp á einstaka möguleika að bjóða til útivistar og hreyfingar. Deildir eru þrjár og nemendur rúmlega 60 á aldrinum eins til sex ára. Unnið er í samræmi við uppeldisstefnu Jákvæðs aga og markvisst unnið með málrækt og læsi, dygðir, umhverfisstarf, hreyfingu og tónlist.
21.02.2017

Kolefnisjöfnun

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum sl. miðvikudag, 8. febrúar að skoða möguleika á kolefnisjöfnun og upptöku kolefnisbókhalds fyrir Eyjafjarðarsveit.
13.02.2017

Korn- Fréttabréf frá sveitarstjórn

Hér má finna Kornið- Fréttabréf frá sveitarstjórn sem dreift var í Eyjafjarðarsveit föstudaginn 10. febrúar. Þar er að finna upplýsingar um ýmislegt sem er á döfinni hjá sveitarfélaginu.
13.02.2017

Fundarboð 492. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

492. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 8. febrúar 2017 og hefst kl. 15:00
06.02.2017

Sýning í Laugarborg: Refilsaumuð saga landnema

Einstök sýning á yfir 300 refilsaumuðum veggmyndum verður opnuð í Tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 4. febrúar kl. 14:00. SCOTTISH DIASPORA TAPESTRY segir sögu Skota sem hafa flust til annarra landa í gegnum aldirnar og afrekum þeirra. Veggmyndirnar eru saumaðar af afkomendum skoskra innflytjenda í 33 löndum og hefur sýningin verið á ferð á milli þeirra sl. tvö ár. Við hana munu nú bætast fimm myndir frá Íslandi sem segja sögu systranna Þórunnar hyrnu og Auðar djúpúðgu Ketilsdætra sem komu hingað til lands með fjölskyldur sínar frá Skotlandi á níundu öld. Sýningin stendur yfir alla daga frá 4. - 26. febrúar frá kl. 14:00 til 18:00.
30.01.2017

Landhelgisgæslan og sérsveit lögreglunnar við æfingar við Hrafnagil

Nú í þessum skrifuðu orðum er Landhelgisgæslan og Sérsveit lögreglunnar við æfingar við Hrafnagil. Þyrlan lenti við Skólatröð og náðist mynd af hópnum.
25.01.2017

Arnór Snær Íþróttamaður UMSE 2016

Á fimmtudagskvöldið, 19. janúar var kjöri íþróttamanns UMSE lýst í Hlíðarbæ í Hörgársveit. Arnór Snær Guðmundsson, golfari úr Golfklúbbnum Hamri var kjörinn Íþróttamaður UMSE 2016. Hann var jafnframt útnefndur golfmaður UMSE 2016. Annar í kjörinu var Guðmundur Smári Daníelsson, frjálsíþróttamaður frá Umf. Samherjum og frjálsíþróttamaður UMSE 2016 og þriðji Viktor Hugi Júlíusson, frjálsíþróttamaður frá Umf. Svarfdælum.
23.01.2017

Ályktun sveitarstjórnar um stöðu sjúkraflugs og lokun neyðarbrautar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hvetur Borgarstjórn Reykjavíkur eindregið til að opna tafarlaust aftur NA/SV flugbraut á Reykjavíkurflugvelli, svokallaða neyðarbraut, meðan ekki hefur fundist önnur viðunandi lausn. Öllum má ljóst vera að lending á neyðarbrautinni hefur skipt sköpum varðandi sjúkraflug utan af landi, oft í erfiðum tilfellum þar sem um líf eða dauða er að tefla. Lokun neyðarbrautarinnar er ógn við öryggi og heilsu þeirra sem búa og starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á stjórnvöld að sýna því skilning að málefni flugvallarins í Reykjavík er ekki einkamál Borgarstjórnar Reykjavíkur. Flugvöllurinn í Reykjavík er eitt mikilvægasta samgöngumannvirki þjóðarinnar. Reykjavík er höfuðborg og verður að kannast við hlutverk sitt sem slík og þvi fylgja ekki bara réttindi heldur einnig skyldur við allt landið.
19.01.2017