Fréttayfirlit

Seinkun á sorphirðu

Vegna veikinda starfsmanna seinkar hirðingu á almennu sorpi, á innri hring, í dag mánudag 20.11.2017. Reynt verður að senda mannskap seinni partinn í dag og/eða á morgun, ef veður leyfir.
20.11.2017

Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2018 Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2018. Opnað verður fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er til og með kl. 29. nóvember. Sótt er um á rafrænni umsóknargátt sem er á heimasíðu Eyþings www.eything.is Starfsmenn Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna verða með viðveru á starfssvæðinu þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna.
03.11.2017

Fundarboð 504. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

504. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 19. október 2017 og hefst kl. 15:00. Dagskrá:
19.10.2017

Hugmyndasamkeppni um þróun og nýtingu svæðis ofan Hrafnagilshverfis til útivistar

Sveitarfélagið festi nýlega kaup á skóglendi ofan Hrafnagilshverfis, en áður tilheyrði aðeins lítill hluti þess sveitarfélaginu. Á þessu svæði er m.a. Aldísarlundur sem um árabil hefur nýst skólasamfélaginu afar vel. Með stækkun þessa svæðis, ofan Aldísarlundar, opnast ýmsir möguleikar til útivistar, kennslu og leikja bæði fyrir skólasamfélagið og íbúa. Sveitarstjórn hefur áhuga á að útfæra hugmyndir og ráðast í framkvæmdir á svæðinu sem væru til þess fallnar að auka samveru og útivist íbúanna. Sveitarstjórn leitar því til íbúa sveitarfélagsins eftir hugmyndum um hvernig best væri að nýta svæðið.
18.10.2017

Alþingiskosningar 28. okt. 2017

Kjörskrá, vegna alþingiskosninga 28. október 2017, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar á almennum skrifstofutíma frá og með 18. október 2017. Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.
18.10.2017

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – Kynning 10. október

Ferðamálastofa og Eyþing standa sameiginlega að kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða nk. þriðjudag, þann 10. október. Fyrri fundurinn verður haldinn á Akureyri kl. 11.00 – 12.30 á Hótel Kea og sá seinni í Seiglunni, Laugum í Þingeyjarsveit kl. 15-16.30.
04.10.2017

Hrossasmölun og hrossaréttir 2017

Hrossasmölun verður 6. október og hrossaréttir 7. október. Gangnaseðlar hafa verið sendir út og eru einnig aðgengilegir hér:
04.10.2017

Forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt aðildarfélögum og Samtökum sykursjúkra bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs. Í byrjun október verður boðið upp á mælingar á Norðurlandi: Laugardagur 7. október 2017 kl. 10–17 Akureyri – Heimahjúkrun heilsugæslunnar, Skarðshlíð 20 (Húsnæði Hvítasunnukirkjunnar).
28.09.2017

Fundarboð 503. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

503. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 28. september 2017 og hefst kl. 15:00
27.09.2017

Stjórn UMSE auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Ungmennasamband Eyjafjarðar óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í 50% starf. UMSE er samband 13 íþrótta- og ungmennafélaga í Eyjafirði. Sambandið vinnur að hagsmunamálum aðildarfélaganna og veitir þeim ráðgjöf og þjónustu.
19.09.2017