Fréttayfirlit

Matráður óskast í leikskólann Krummakot

Laust er til umsóknar starf matráðs við leikskólann Krummakot í Eyjafjarðarsveit, um er að ræða 100% stöðu. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti leikskólans; að framreiða í matar- og kaffitímum, frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna. Hádegismatur er aðkeyptur úr mötuneyti Eyjafjarðarsveitar sem er til húsa við Hrafnagilsskóla.
24.08.2017

Gangnaseðlar 2017

Gangnaseðlar verða sendir út föstudaginn 25. ágúst, en þá má einnig nálgast hér.
23.08.2017

Smámunasafnið lokað 23. ágúst vegna óviðráðanlegra orsaka.

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður Smámunsafn Sverris Hermannssonar lokað miðvikudag 23. ágúst. Opið verður fimmtudaginn 24. ágúst kl. 11:00-17:00.
23.08.2017

Göngur og réttardagar 2017

1. göngur verða laugardag og sunnudag 2.-3. september og 9.-10. september. 2. göngur verða 16.-17. september og 23.-24. september. Hrossasmölun verður föstudaginn 6. október. Stóðréttir verða 7. október. Ef efni eru til eftirleitar skal miðað við að þær verði farnar eigi síðar en 20. október.
22.08.2017

Fundarboð 499. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

499. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 17. ágúst 2017 og hefst kl. 15:00
15.08.2017

Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit er nú haldin í 25. skiptið

Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit er nú haldin í 25. skiptið og við fögnum þessum tímamótum á margvíslegan hátt með veglegri Handverkshátið.
08.08.2017

Við minnum áhugasama á fyrirlestur í kvöld 8.ágúst í Hrafnagilsskóla, í norðurálmu kl. 20:00.

UR BJÖRK - handverk í heimsklassa! Knut Östgård er heiðursgestur Handverkshátíðar 2017. Knut kom verkefninu á laggirnar en það hafði lengi verið draumur hans „að smíða úr heilu birkitré“. Þegar 21 smiður í viðbót hafði ákveðið hvað skyldi smíðað fengu allir umbeðinn hluta af einu birkitré. Sumir ákváðu að einbeita sér að einum eða fáum hlutum en aðrir völdu að smíða eins marga hluti og mögulegt var.
08.08.2017

Opnunartími sundlaugar um Verslunarmannahelgina

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar verður opin milli kl. 10:00 - 20:00 alla verslunarmannahelgina og á frídegi verslunarmanna.
02.08.2017

Tilboð opnuð í 1. áfanga göngu- og hjólastígs í Eyjafjarðarsveit

Tilboð voru opnuð í fyrri áfanga nýs hjóla- og göngustígs frá Hrafnagilshverfi að Akureyri í dag, 31. júlí 2017. Framkvæmdin mun auka öryggi og draga stórlega úr slysahættu vegfarenda.
31.07.2017

Hátíð á Smámunasafninu sunnudaginn 30. júlí 2017

14 ára afmæli Smámunasafnsins, 50% afsláttur af aðgöngumiðum, glæsilegt kaffihlaðborð að hætti kvenfélagsins Hjálparinnar, leiðsögn um Saurbæjarkirkju og flóamarkaður í bílskúrnum.
28.07.2017