Hugmyndasamkeppni um þróun og nýtingu svæðis ofan Hrafnagilshverfis til útivistar

Sveitarfélagið festi nýlega kaup á skóglendi ofan Hrafnagilshverfis, en áður tilheyrði aðeins lítill hluti þess sveitarfélaginu. Á þessu svæði er m.a. Aldísarlundur sem um árabil hefur nýst skólasamfélaginu afar vel. Með stækkun þessa svæðis, ofan Aldísarlundar, opnast ýmsir möguleikar til útivistar, kennslu og leikja bæði fyrir skólasamfélagið og íbúa. Sveitarstjórn hefur áhuga á að útfæra hugmyndir og ráðast í framkvæmdir á svæðinu sem væru til þess fallnar að auka samveru og útivist íbúanna.
Sveitarstjórn leitar því til íbúa sveitarfélagsins eftir hugmyndum um hvernig best væri að nýta svæðið. Sveitarstjórn sér þetta fyrir sér sem tækifæri fyrir einstaklinga, skólana og félög í sveitinni að vinna saman að hugmyndum um svæðið.
Mikilvægt er að hafa í huga jákvæða stefnu sveitarfélagsins í umhverfismálum, heilsueflingu (Heilsueflandi samfélag) og markmið um að hér sé gott að búa og öllum líði vel.
Hugmyndir sendist á netfangið esveit@esveit.is. Skilafrestur er til mánudagsins 6. nóvember.

Hugmyndasamkeppni