Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, Ólafur Rúnar Ólafsson, nýtti sér nýjan hjóla- og göngustíg á milli Hrafnagils og Akureyrar á leið til vinnu í morgun.
Á föstudaginn sl. 9. mars tróð Skógræktarfélag Eyfirðinga skíðaspor frá Kjarnaskógi að Hrafnagili eftir hjóla- og göngustíg sem verður tilbúinn til notkunar sem slíkur síðar á þessu ári. Var gaman að sjá hve margir nýttu sér þetta í góða veðrinu um helgina.