Fréttayfirlit

Opnunartími íþróttamiðstöðvar um jól og áramót

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar verður opin yfir hátíðarnar sem hér segir: Þorláksmessa - lokað Aðfangadagur - lokað Jóladagur - lokað Annar í jólum - lokað Gamlársdagur - lokað Nýársdagur - lokað 2. janúar - opið frá kl. 10.00-21.00 Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
19.12.2017

Sorphirða frestast vegna hálku

Gámaþjónustan hefur frestað sorphirðu í dag vegna hálku. Reynt verður að taka sorp á morgun þriðjudag.
18.12.2017

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2018 og fyrir árin 2019 -2021

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2018 og árin 2019 - 2021 var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða í sveitarstjórn 7. desember sl.
08.12.2017

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar lokar kl.12:00 föstudaginn 8. des.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar lokar kl. 12:00 föstudaginn 8. desember. Starfsfólk skrifstofu
07.12.2017

Fullveldishátíð í Laugarborg

Kæru sveitungar. 1. des hátíðin er á föstudagkvöldið nk. Aðgangseyrir kr. 500.- Húsið verður opnað kl. 19.30. Dagskráin byrjar kl. 20.00. Tónlist, upplestur, leikur og skemmtun góð í boði. Endilega gefið ykkur stund í önnum daganna til að koma og njóta, kertaljós og kósýheit.
28.11.2017

Skipulagsdrög aðalskipulags

Skipulagsdrög aðalskipulags 2018-2030 eru nú aðgengileg á heimasíðu hér.
24.11.2017

Skólahald fellur niður í dag vegna veðurs

Skólahald fellur niður í dag, föstudag 24. nóv. í Hrafnagilsskóla og leikskólanum Krummakoti vegna veðurs og ófærðar.
24.11.2017

Bókasafnið lokað í dag 23.11.2017

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar er lokað í dag fimmtudag 23.11.2017 vegna veðurs og veikinda.
23.11.2017

Frekari seinkun á sorphirðu

Illa hefur gengið að sinna sorphirðu í þessari viku af óviðráðanlegum orsökum. Ákveðið hefur verið að gera hlé á sorphirðu fram að helgi og gefa fólki kost á að hreinsa heimreiðar. Farið verður um helgina, báða dagana og heinsað upp sorpið sem eftir er.
22.11.2017

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 er í vinnslu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar boðar til almenns kynningarfundar um skipulagsdrögin i matsal Hrafnagilsskóla að Skólatröð 9 (þar sem skrifstofur Eyjafjarðarsveitar eru) næstkomandi þriðjudagskvöld, 28. nóvember kl. 20:15. Þar verða fyrirliggjandi drög kynnt. Fundurinn er öllum opinn.
22.11.2017