Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í 100% starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. Forstöðumaður hefur meðal annars umsjón með reksti íþróttahúss, sundlaugar, íþróttavalla og tjaldsvæðis ásamt því að hafa umsjón með íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu.
Starfið veitist frá 1. maí 2018 eða eftir samkomulagi.
Helstu kostir sem horft verður til við ráðningu:
- Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
- Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Reynsla sem nýtist í starfi
- Hugmyndaauðgi
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2018.
Umsóknum skal skilað, ásamt ferilskrá og upplýsingum um meðmælendur, á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 601 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.
Nánari upplýsingar veitir Stefán Árnason, skrifstofustjóri, í síma 463-0600 eða í tölvupósti á netfangið stefan@esveit.is.