Flóttafólk frá Úkraínu

Fréttir

Á fundi sveitarstjórnar nú í morgun var einhugur um að styðja við móttöku flóttafólks frá Úkraínu og fól sveitarstjórn sveitarstjóra að vinna áfram með það.

Sveitarfélagið hefur verið í sambandi við félags- og vinnumálaráðuneytið og lýst því yfir að það sé tilbúið til að taka þátt og eru sveitar- og bæjarstjórar í Eyjafirði að reyna að ná sameiginlega utan um það hvernig huga má sem best af þeim flóttamönnum sem hingað á svæðið koma.

Fjölmenningarsetur hefur fengið útvegað því hlutverki frá félags- og vinnumálaráðuneytinu að halda utan um skráningar á húsnæði sem fólk er tilbúið að leigja undir flóttafólk. Fjölmenningarsetrið heldur þannig miðlægt utan um allar eignir sem í boði verða og miðlar því síðan til sveitarfélaganna.

Hvetjum við alla sem hug hafa á að leigja húsnæði sitt fyrir þetta brýna verkefni að skrá eign sína hjá Fjölmenningarsetri en slóð á það má finna á hlekknum hér að neðan.
https://www.mcc.is/is/ukraine 

Þá er einnig hægt að bjóða fram aðra þjónustu eða aðstoða og heldur Fjölmenningarsetur einnig utan um það. Varðandi það má hafa samband á tölvupóstinn ukraina@mcc.is eða í síma 450-3090.

Sveitarfélagið tekur einnig glatt við öllum upplýsingum frá íbúum sínum sem stuðlað getur að móttöku flóttamanna og lífsgæðum þeirra á svæðinu og má hafa samband við okkur á tölvupóstinn esveit@esveit.is eða í síma 463-0600.