Fréttayfirlit

Bilskirnir, Eyjafjarðarsveit – auglýsing skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir fyrirhugaða íbúðarbyggð á landeigninni Bilskirni í kynningarferli. Skipulagsverkefnið lýtur að einni nýrri íbúðarlóð á svæði sem auðkennt er ÍB19 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 31. ágúst og 13. september 2022 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is.
31.08.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Safnaðarstarf kirkjunnar hefst að nýju eftir sumarfrí

Foreldrar barna í 8. bekk ættu nú þegar að hafa fengið tölvupóst með nánari upplýsingum um fermingarfræðsluna í vetur. Miðvikudaginn 21. september verður kvöldhelgistund í Grundarkirkju þar sem fermingarbörn og fjölskyldur þeirra verða boðin velkomin. Nánar auglýst síðar. Barnastarf fyrir 10 - 12 ára börn hefst á miðvikudögum í október. Helgihaldið hefst sömuleiðis innan tíðar og verður auglýst er nær dregur. Síðast en ekki síst þá hvetjum við sveitunga okkar og önnur áhugasöm að taka þátt í öflugu kórastarfi í heimasveit í vetur. Kirkjukór Grundarsóknar getur bætt við sig félögum fyrir spennandi starfsár. Kórinn er frábær félagsskapur sem æfir á mánudagskvöldum undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Nánari upplýsingar á thorvaldurorn@akirkja.is Ég minni svo á að lokum að öllum er öllum er vekomið að óska eftir samtali við prest og viðtalsþjónusta ætíð án endurgjalds. Viðtöl fara fram á skrifstofu minni í Akureyrarkirkju eða í heimahúsum ef þess er óskað. Jóhanna prestur, johanna.gi@kirkjan.is, s: 696-1112
31.08.2022
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Þann 1. september tekur vetraropnum bókasafnsins við. Þá er safnið opið fyrir almenning sem hér segir: Þriðjudaga frá 14.00-17.00 Miðvikudaga frá 14.00-17.00 Fimmtudaga frá 14.00-18.00 Föstudaga frá 14:00-16:00 Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Einnig er hægt að nota sundlaugarinnganga og ganga úr anddyri niður í kjallara.
25.08.2022
Fréttir

Hefur þú áhuga á að sjá um eða taka þátt í undirbúningi á Fullveldishátíð sveitarfélagsins?

Velferðar- og menningarnefnd auglýsir eftir aðilum sem hafa áhuga á að sjá um eða taka þátt í undirbúningi á Fullveldishátíð sveitarfélagsins sem fram fer þann 1. desember 2022.
24.08.2022
Fréttir

Nýir starfsmenn hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar

Tveir nýir starfsmenn hafa hafið störf á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar (SBE), þær Sigríður Kristjánsdóttir og jakobína Ósk Sveinsdóttir.
23.08.2022
Fréttir

Vakin er athygli á lýðheilsustyrkjum

Frestur til að sækja um styrk er til og með 15. desember 2022. Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar > Umsóknir > listi yfir umsóknir er hægra megin á síðunni.  Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2022  Lýðheilsustyrkur eldri borgara  Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða
23.08.2022
Fréttir

Fundarboð 592. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveit

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 592 FUNDARBOÐ 592. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 25. ágúst 2022 og hefst kl. 08:00.
23.08.2022
Fréttir

Gangnaseðlar 2022

Gangnaseðlar 2022 vegna sauðfjár liggja nú fyrir og má nálgast hér.
22.08.2022
Fréttir

Eyjafjarðarsveit auglýsir síðustu lausu lóðina í Bakkatröð Hrafnagilshverfis

Eyjafjarðarsveit auglýsir lóð 21 í Bakkatröð Hrafnagilshverfis. Á lóðinni skal byggja einbýlishús samkvæmt skilyrðum deiliskipulags en húsið skal reist á staurum. Eitt hús er í byggingu á svæðinu með sama fyrirkomulagi. Bakkatröð 21 er síðasta lausa lóðin við bötuna.
09.08.2022
Fréttir

Álagning fjallskila 2022

Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi þriðjudaginn 16. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt. Þá verður lagt á eftirgjald í fjallskilasjóð kr. 60 fyrir hverja kind og hvert hross sömu aðila.
09.08.2022
Fréttir