Sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí
Sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí næstkomandi og verður þá kosið hverjir muni halda um stjórnartaumana í sveitarstjórnum um land allt. Allir þeir sem náð hafa kosningaaldri eru hvattir til að nýta sér kosningarétt sinn og taka afstöðu.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett í gang gagnvirka herferð til þess að vekja athygli á því að með atkvæði sínu getur fólk haft bein áhrif á hvernig nærumhverfi þess mótast næstu árin. Herferðin nefnist: Er þér alveg sama?
27.05.2014