Bændafundur í boði Búnaðarfélags Eyjafjarðar á Kaffi Kú mánudaginn 13. janúar kl. 10:30
Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar boðar til fundar á Kaffi Kú mánudaginn 13. janúar kl. 10:30. Á fundinn koma Jóhannes Jónsson bóndi á Espigrund, stjórnarmaður í MS og Geir Árdal bóndi í Dæli, stjórnarmaður í Búsæld. Ætla þeir að segja frá stöðu mála í afurðasölufélögum okkar og sitja fyrir svörum.
Allir sem áhuga hafa á málefnum félaganna eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum.
Veitingar í boði félagsins.
Stjórnin
09.01.2014